fimmtudagur, september 13, 2007

Brjálað að gera

Hellú
Við erum sko alveg á fullu þessa dagana í flutningum og tilbehöri. Kriss orðinn frekar viðkvæmur en það fylgir svona flutningum víst of hjá börnum, en þetta á allt saman eftir að lagast á endanum ekki satt :-))))))
Í gær var sko crazy mikið að gera, ég sótti Kriss á leikskólann og svo drifum við okkur beint í Smáralindina til að versla Stígvél á drenginn en hann er sem sagt búinn að slíta þeim sem amma gaf honum og úrvalið í Smáralindinn af Stígvélum var sko ekki upp á marga fiska. Enduðum á að kaupa Latabæjarstígvél, okkar maður svaka ánægður með það. Svo var farið í Vodafone en þar ætlum við að vera með heimasíma, internet og GSM svo við fórum að panta flutning á GSMinum og panta Internet þjónustu (Oliver fær netfangið oliskoli2000@internet.is og ég berglindgb@internet.is ). En síminn, GSMinn og Internetið verður ekki virkt fyrr en eftir 7-10 virka daga. Frekar mikið að gera þegar maður er að flytja svona. Fórum úr Smáralindina og yfir á Smáratorgið þar sem Kriss var búinn að panta að fá Bláa Bílagardínu í okkar herbergi svo við keyptum hana (eigum eftir að láta stytta hana) fer í það eftir helgina. Svo fengum við nokkra kassa fyrir Ömmu sem ekki er búin að pakka öllu!!!! Fórum svo á Hlíðarveginn að bíða eftir Oliver sem var úti að leika. Þegar Oliver kom heim gaf ég þeim að borða og það var sko allt gert með flýti þar sem Oliver vildi drífa sig heim og horfa á leikinn (Ísland - Norður Írland) á plús þar sem hann var búinn að missa af tæpum klukkutíma af beinu útsendingunni. Við drifum okkur upp í Tröllakór og þar horfði Oliver á leikinn meðan Kriss prufaði fína baðið okkar. Svo var það bara bælið fyrir Kriss sem var sko orðinn útkeyrður af þreytu. Oliver fékk að horfa á allan leikinn og var ekkert smá spenntur, skellti sér í bað svo upp í rúm að lesa. Enda má maður ekki fara alltof seint að sofa þessa dagana. En okkur hlakkar sko geggjða mikið til þegar þessir flutningar allir verða búnir. Amma klára að flytja af Hlíðarveginum um helgina, en þá á hún eftir að fara í gegnum bæði okkar geymslu og sína geymslu, áður en Gámurinn kemur með Okkar dóti. Já ég segji þetta verður gott ef við náum að klára þetta allt saman fyrir Jólin.
Hjá okkur á eftir að flísaleggja forstofuna, setja glerhurð inn á bað og það er held ég allt of sumt. Sem ég man eftir í svona fljótu bragði.
En svo kemur eflaust margt annað þegar fer að líða á búskapinn....
Við ætlum svo að skella okkur til Lúx eina helgi í Október (og vita þeir bakkabræður ekki hvaða helgi það er, enda fá þeir ekkert að vita það strax, þar sem Oliver er að fara í samræmduprófin núna í Október, fljúgum út daginn sem hann klárar þau). Þeir vita að við erum að spá í að skella okkur út eina helgi en vita ekki hvenær. Kriss hlakkar mikið til að hitta pabba sinn og sýna honum hversu stór hann er orðinn, enda er eitthvað að teygjast á rækunni minni.
Oliver var ekkert smá glaður í gær eftir leikinn enda unnu Íslendingar 2-1 (en seinna markið okkar var nú sjálfsmark).
Annað er svo sem ekki að frétta af okkur, bara nóg að gera.
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Tröllakórsíbúarnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home