mánudagur, september 24, 2007

Meiri vesenis drengirnir

Well well well
Þá erum við ný kominn heim af Læknavaktinni já nú var það Oliver. Kom heim eftir leikinn Breiðablik - HK og átti að hendast beint í bað, þegar ég var að láta renna í baðið byrjaði hann að kvarta yfir sviða í öllum líkamanum og þá sá ég að hann var allur út steyptur í litlum sárum um allan líkama (nema bumban og bakið), annars staðar voru þessi litlu sár. Svo ég reif hann úr baðinu og ákvað að bera á hann ilmefnalaust krem til að minnka sviðann en NEI það virkaði heldur ekki svo nú voru góð ráð dýr. Ég ákvað að við myndum bara drífa okkur til Doksa og fá því úrskorið hvað þetta væri og jú jú við hringdu í Reynsa frænda og fengum hann til að skutla okkur til Doksa. Við fengum svaka góðan Doksa á læknavaktinni, hressan og skemmtilegan, sem hafði húmor fyrir því að Oliver væri eflaust bara með ofnæmi fyrir því að Blikar og HK gerðu jafntefli. En við fengum bara Ofnæmistöflur fyrir Oliver sem við eigum að eiga til ef svona tilfelli koma upp aftur. Doksinn sagði erfitt að gera sér grein fyrir af hverju þetta kæmi núna og fyrir hverju þetta væri við yrðum bara að vera dugleg að fylgjast með honum og ef þetta kæmi upp aftur reyna að tengja þetta við eitthvað. Svo já nú fer ég eflaust að þurfa að halda 2 matardagbækur eina fyrir Oliver og aðra fyrir Gubbugeitina hann Kriss minn. Já gaman að þessu ha!!!!!!!!!!!
Annars erum við bara búin að vera í stuði um helgina, fórum til Löngu og Langa í gær og hittum hele familíen í kaffi hjá þeim, þar var stuð eins og alltaf. Svo fórum við smá húsgagna leiðangur að leita af ísskáp og uppþvottavél fyrir Ömmu, kíka líka á rúm fyrir bæði Mömmu og Ömmu, nóg að gera. Í dag þrifum við svo smá bílinn hennar ömmu (hann hefur nú oft verið hreinni en er samt skárri en hann var). Svo var Oliver skutlað til Flóka og var hann að leika við strákana og fóru þeir svo allir saman á leikinn. Meðan Kriss fór með Mömmu og Ömmu í IKEA að skoða það er sko ýmislegt sem vantar þegar maður er að flytja í nýtt hús ha. En við keyptum nú nánast ekki neitt þar sem við vorum ekki í stuði. Drifum okkur svo bara heim í róleg heitinni og tókum því rólega enda er helgin að klárast og við tökum lengra helgarfrí núna þar sem leikskólinn hjá Kriss er LOKAÐUR á föstudaginn.
Það geriðst sem sagt ekkert svakalega mikið þessa helgina. Ætlum að reyna að flísaleggja næstu helgi svo þetta fari nú að klárast hjá okkur einhvern tímann.
segjum þetta gott í bili.
Kv. Ritarinn og Ofnmælistilfellin 2

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home