þriðjudagur, september 18, 2007

Nóg að gera

Well well well
Þá ætlum við að fara að reyna að skipuleggja betur heimilið okkar, eigum náttúrulega eftir að fá heilt fjall af dóti frá Lúx þegar Gámurinn okkar kemur en þangað til verðum við að reyna að gera svolítið huggó úr dótinu sem við erum með. Ætlum að fara í það fljótlega að skipta um herbergi láta Oliver fara yfir í sitt herbergi og sofa þar. Ætla einmitt að hendast með gardínurnar á morgun og láta laga þær svo við séum með gardínur fyrir svefnherbergjunum. Förum svo í geymsluna í síðasti lagi um helgina og tökum okkar dót úr henni, gerum klárt með það sem við erum með, þýðir ekkert annað en að drífa þetta af.
Oliver langar líka mikið að fara að komast bara í sitt private og losna við ágang okkar hinna, finnst stundum voða fínt og gott að geta bara verið útaf fyrir sig, fá frið fyrir KELLUNNI og LITLA BRÓÐIR skiljanlega.
Kriss er náttúrulega bara alltaf eins, að allan daginn. Finnst rosa gaman í leikskólanum og er að gjörsamlega þangað til hann fer að sofa :-)))))
við erum rosa sátt í nýja húsinu, finnst bara notó að fara heim til okkar og hafa það huggó puggó, byrjuðum á því að kveikja á kertum og svona fín heitum í gær, þar sem okkur fannst svo dimmt úti.
Eftir að við verðum búin að koma okkur svona ágætlega fyrir þurfum við að fara taka endanlega ákvörðun með hvernig gluggatjöld eiga að vera fyrir í eldhúsinu/stofunni. Held ég vilji annað hvort myrkvunargardínur eða Screen. Var að hugsa um Tannlæknagardínur en er hætt við það í bili. Svo á að sjálfsögðu eftir að kaupa einhver ljós, hengja upp ljós, festa flísarnar, kaupa glerið inn á bað og setja það upp, já sko nóg að gera á nýju heimili. Eins eigum við svo eftir að taka geymsluna í gegn og setja upp hillur þar en það er sko ekki sett mjög ofarlega á priority listann.
En eins og þið lesið þá er sko alveg nóg að gera hjá okkur.
Við látum þetta bara duga í bili.
Kv. Berglind

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home