laugardagur, október 06, 2007

Vá hvað ég er fyndin mamma

Hellú
Shitturinn Titturinn hvað ég get nú oft verið fyndin. Já ég var að drepast úr hlátri áðan en ákvað að þagga niðri í mér og vera ALVARLEG....
Málið er að Oliver kom heim í dag með matseðil frá skólanum (svona segul) svo fer hann að skoða matseðill og þá stendur hvað á að vera í matinn 24. des og 25. des sem og alla aðra daga ársins svo Oliver spyr mig rosalega hneykslaður "er skóli á Íslandi um jólin" og jú hverju svaraði ég "já Oliver minn það er búið að breyta öllu hérna á Íslandi og það er bara skóli allan ársins hring, þið fáið að vera styttra í skólanum 24.des og svo er bara að borða jólasteikina, rífa upp pakkana og snemma sofa þar sem það er skóli daginn eftir" minn maður var ekki beint ánægður... Svo ég ákvað að bæta við skáldskapinn sagði honum að ef þau myndu ekki standa sig vel á samræmduprófunum þá yrðu þau bara tekin aftur og aftur þangað til öllum myndi ganga vel. Og að það yrði ekkert skólafrí eftir samræmduprófin ef þau myndu ekki standa sig vel" ha ahha hahahah já ég er bara fyndin. Svo honum leist held ég bara ekkert á þetta allt saman. Vera endalaust í skólanum og aldrei neitt frí. Og nota bene ég er enn ekki búin að leiðrétta þetta!!!! Geri það eftir samræmduprófin!
En að allt öðru þá eru þeir bræður búnir að vera duglegir að vakna á morgnanna og koma sér út. Oliver búinn að standa sig eins og hetja, er að heiman fram að kvöldmat og oft gott betur en það, svo ég þakka fyrir GSM síman (sem er að vísu alveg að gefa upp öndina hjá honum). Þurfum að fara að skoða nýjan síma fyrir hann, bara einhvern cheap!! Oliver tekur bara strætó heim og er búin að vera holdvotur þegar hann kemur heim á kvöldin þar sem hér HLAND RIGNIR alla daga. Er oftast búinn að læra allt þegar hann kemur heim svo það er bara að borða og glápa á Simpsons áður en farið er í bælið og næsti dagur tekur við. Annars er Oliver að spá í að fara að æfa líka Blak í vetur, fór á æfingu í vikunni og leist bara nokkuð vel á það, sjáum hvað hann gerir í næstu viku. Nú þarf ég líka að fara að drífa í því að finna einhverja íþrótt fyrir Kriss svo hann geti líka farið að útrása sig.
Kriss er bara alltaf Kriss, breytist mjög lítið þessi elska sem er líka bara alveg ágætt, hann ELSKAR mömmu sína (kærustuna sína mest) sem er líka bara alveg æðislegt. Kemur og knúsar og kyssir mömmu alltaf þegar við hittumst eftir langan dag en undantekninga laust kallar hann mig "Berglindi"... Óþolandi alveg, ég vill að hann kalli mig "MAMMA"... Hann fékk að koma í smá stund í bankann til mín um daginn og leist honum rosalega vel á hana, fann þar konfekt og ákkúrat þann dag vorum við að byrja að gefa krökkum sem eru í viðskiptum hjá okkur DVD myndir svo Kriss fékk DVD mynd með sér heim og ekki þótti honum það leiðinlegt. Fannst líka frábær öll athyglin sem hann fékk frá öllu liðinu í bankanum :-))))))))
Þetta er svona það sem er helst af okkur að frétta og segjum við þetta bara gott í bili...
Biðjum bara að heilsa ykkur að sinni.
Kv. Berglind

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home