miðvikudagur, október 03, 2007

"Ég þarf að kenna þér að elda"

Góða kvöldið
Þá er komið þriðjudagskvöld og hvað er búið að vera að gerast hjá okkur?
Já svo sem ekkert merkilegt þannig. Keyptum okkur skáp inn á bað og svo fóru þeir bræður saman í fótbolta út í skóla hérna í sveitinni bara gaman, eftir boltan fórum við í fínan göngutúr svo heim að elda. Svo var það bara bað og bælið!!!!
Í gær mánudag komu Kristín og Palli við hjá okkur eftir vinnu þar sem Palli festi fæturnar undir baðskápinn og kom honum upp fyrir okkur, svo við gátum raðað inn í hann og svona skemmtilegt í gærkvöldi. Strákarnir fóru svo bara báðir snemma að sofa í gærkvöldi, Oliver kom að vísu mjög seint heim og var mér alveg hætt að lítast á þetta en hann sem sagt var bara svo upptekinn við að leika sér að hann gleymdi alveg stund og stað! Kom heim 19:30 og þar sem það verður frekar dimmt snemma hérna heima þá leist mér ekkert á þetta og ekki vildi hann láta sækja sig, NEI hann ætlaði bara að koma sér sjálfur heim með strætó. Allt í góðu með það hann komst heim á endanum.
Svo í morgun þá var enn eina ferðina skítaveður með rigningu, roki og viðbjóði!!! Er greinilega komið mikið HAUST hérna og komin langleiðina inn í vetur líka þar sem það er yfirleitt dimmt þegar við förum út á morgnanna (samt ekki alveg svart) og stuttu eftir að við komum heim er aftur allt orðið dimmt... En nóg um það.
Þegar við komum heim í dag þá fórum við Kriss að undirbúa matinn og brjóta sama þvott meðan Oliver kláraði æfinguna sína. Svo var borðaður matur ekki frásögu færandi nema það var Píta í matinn og ég er að tala um ég varð að hendast eftir hakki í pítuna þar sem Kriss útskýrði það fyrir mér að það væri alltaf Hakk í Pítu. Svo eftir matinn þegar Kriss var farinn inn í rúm að sofa og ég að koma mér í stellingar til að lesa þá segir minn maður "mamma ég þarf nú að fara að kenna þér að elda" já svo var hann með langa lýsingu á því hvernig hægt væri að gera góða pítu (finnst bara eins og hann hafi verið að segja mér á fínan hátt, maturinn var ekki góður). Svo var það bara bælið fyrir okkar mann og hann sofnaði MJÖG FLJÓTT þessi elska. Dreif mig svo fram til að lesa yfir samræmdaprófið sem Oliver var að byrja á en hann gerði svona fyrri hluta í íslenski prófi (verð nú að viðurkenna að mér fannst þetta ekkert geggjað auðvelt fyrir svona ungbörn, annað mér fannst krossaspurningarnar vera svona frekar snúnar og oft var það sem það komu 2 möguleikar mjög sterklega til greina). En Oliver stóð sig með ágæti á þessu prófi, hefði mátt flýta sér aðeins minna en þetta voru nú ekkert svakalega margar villur.
Núna eru svo allir farnir í bælið og við þurfum að komast í það á morgun eða hinn að leigja sög til að skera flísarnar og fara í það að panta okkur gardínur í stofuna/eldhúsið...
Segjum þetta fínt í bili
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home