sunnudagur, október 28, 2007

Helgin að klárast....

Dúddi minn þegar við vöknuðum í morgun þá var bara HVÍTT úti, trúið þið því??? Við erum að tala um að sjálfsögðu var Morgunhanninn náttúrulega LÖNGU vaknaður og byrjaður að horfa á TV þegar ég fór fram úr en það var bara FULLT af HVÍTU úti. Það eiginlega leið hálfpartinn yfir mig en ég var svo sem bara sátt því þá vitum við að nú styttist óðfluga í jólin. Þegar Unglingurinn var svo vakinn var að koma hádegi, við ég og Unglingurinn fórum inn í rúm með TV og flakkarann og fórum að horfa á TV fram eftir (ég sofnaði langt á undan unglingum :-)))
Þegar Unglingurinn var svo búinn að borða fórum við út að skoða þetta hvíta og já ákváðum að kíkja í Jólalandið í Blómaval, alltaf jafn flott hjá þeim og við vorum sko að fullu að skoða hvaða lit við ættum að hafa í aðventukransinum okkar og erum held ég sirka komin með niðurstöðu í þeim málum. Eftir að hafa kíkt á Jólalandið fórum við aðeins á Smáratorgið að versla. Svo drifum við okkur heim þar sem það þurfti að gera ALSHERJAR tiltekt á heimilinu, erum að tala um það var allt tekið í gegn. En Oliver var hins vegar svo heppinn að Kristín frænka hringdi í hann og bað hann að passa fyrir sig í smá stund svo hann slapp við alla tiltekt. Kriss fór svo út með Reynsa frænda í göngutúr í snjónum!!! Svo ég var ein í tiltektinni til að byrja með, við erum að tala um að það var ALLT (já ekki að það sé mikið inni hjá okkur) tekið út og viðrað, rúmin tekin í sundur og sett út í viðrun líka. Svo var allt þrifið hátt og lágt og að sjálfsögðu skúrað. Við Kriss kveiktum svo á fullt af ilmkertum svo það er rosalega góð lykt inni hjá okkur. Eftir tiltektina, þá var Kriss settur í bað. Hann var svo þreyttur eftir HEITA baðið að hann vildi bara fá að borða og drífa sig inn í rúm, við erum að tala um að hann sofnaði fyrir klukkan 19. Oliver Unglingur er hins vegar enn ekki kominn heim. Er enn hjá Kristínu og Palla, finnst fínt að fara þangað og fá frí frá okkur Kriss.
Nú var Unglingurinn að detta inn svo honum var hent í baðkarið svo hann verði jafn hreinn og allt annað inni hjá okkur :-)))))
Annars erum við Oliver að fara á morgun í foreldraviðtal útaf honum, gaman að heyra hvað kemur út úr því, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af honum hvað námið varðar, þá gæti verið kvartað yfir einhverju öðru eins og hegðun!! Kemur í ljós á morgun, ég bíð spennt.
Nú svo er Næturvaktin í kvöld og við Oliver ætlum að fylgjast spennt með því, þýðir ekkert annað.
Jæja segjum þetta gott, ætla að fara að heyra hvernig passið gekk hjá Unglingum.
Biðjum að heilsa að sinni.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home