laugardagur, október 27, 2007

Vá það eru bara 58 dagar til jóla

Dúdda mía, hvað það er stutt eins gott að gámurinn með ÖLLU okkar jóladóti og jólagjöfinni hans Kriss verði komið hingað fyrir jól, ef ekki þá eigum við eflaust öll eftir að tapa geðheilsunni.
En já nú fer gámurinn vonandi af stað fyrstu vikuna í nóvember, fáum vonandi að vita það betur strax eftir helgina, en þeir bakkabræður eru orðnir eins og ég frekar þreytt á því að bíða eftir honum. Þeim vantar báðum rúmið sitt og dótið sitt. Eru farnir að sakna þess mikið.
Annars gengur lífið svo sem bara sinn vanagang, það er vinna og skóli svo heim að chilla fyrir svefninn. Oliver er að vísu búinn að vera í vetrarfríi í skólanum, fór samt á blak og karate æfingu síðasta fimmtudag svo sótti mamma hann og við fórum öll saman heim. Í gær var hann úti að leika smá og fór í göngutúr með Reynsa frænda og fundu þeir smá snjó hér í efri byggðum og gat skotið í hvorn annan ægilegt sport!!!!!!!!!!
Svo er náttúrulega búinn að vera slydda hér annað slagið í morgun. Hvernig ætli aumingjans Audinn hafi það í kuldanum? Enginn að hugsa um hann greyjið!!!!!
Kriss er búinn að spyrja mikið um það síðan við komum heim af hverju við drífum okkur ekki bara aftur í heimsókn til pabba eða hvenær pabbi ætli eiginlega að koma í heimsókn!! Vill fá að leika meira við karlinn. En hann hittir hann bara seinna enda er núna búið að við hver á hann MEST og hver sé BESTUR, ég vissi það svo sem alveg að þetta væri bara bóla sem myndi springa um leið og við kæmum heim! Já þeir vita það báðir bræðurnir að MAMMA er BEST í heimi og ELSKAR þá báða LANG MEST... Enda svo gott að knúsa stelpuna. Kriss búinn að fræða mömmu sína um það að það sé ENGIN mamma jafn sæt og æðisleg og ég. Enda elskar hann mig lang mest og vill vera kærastinn minn.....
Nóg af montni. Við æltum að fara að koma ÖLLU liðinu í föt en Jón Egill og Tómas Ari sváfu hjá okkur í nótt, og við ætlum að fara að skella okkur í heimsókn til Löngu og Langa. Að vísu sefur unglingurinn og ég held ég leyfi honum bara að gera það áfram en við vorum að horfa á TV fram eftir þ.e.a.s ég og Unglingurinn.. við kannski kíkjum bara á Næturvagtina í kvöld. Fýlum hana í tætlur. Verðum að fara að læra meira slang úr henni svo ég geti sagt ykkur brandara.
segjum þetta gott í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home