Komin heim í heiðardalinn
Well well well
Þá erum við stór fjölskyldan kominn aftur heim í Tröllakórinn og það var sko bara notalegt. Ekki það að okkur hafi leiðst neitt úti, þið vitið bara hvernig þetta er það er bara alltaf GOTT að komast heim til sín í sitt rúm.
Ferðin í gær gekk frekar erfiðlega, lögðum af stað frá Nurnberg fljótlega eftir hádegið og okkur tókst að villast FEITT á leiðinni við erum að tala um 100km sem var keyrt í vitlausa átt, já gaman að þessu eða þannig!!! Vorum öll með tölu orðin frekar pirruð á bílferðinn en þetta hafðist nú á endanum og við vorum öll orðin rólegri þegar á flugvöllinn var loksins komið! Þá var karlinn kvaddur og við inn í relluna. Vorum varla sest inn þegar hann Kriss okkar leið út af, enda vel þreyttur eins og við hin eða já alla vegana ég, ég sofnaði líka, vaknaði svo við það að Oliver var að vekja mig og biðja mig um hjálp í ensku bókinni. En við erum að tala um að Oliver lokaði ekki augunum í 1 mín á leiðinni heim í flugvélinni, var í stuði alla leiðina. Svo var farið í dúddabúð að versla og völdu þeir bræður sér ýmislegt gott sem þeim langaði í. Svo voru töskurnar sóttar og dótinu troðið í ömmubíl en Reynsi frændi sótti okkur á völlinn. Fljótlega eftir að við brunuðum í bæinn sofnaði Oliver loksins (erum að tala um að klukkan var 00:30 þegar við lögðum af stað frá Keflavík) Oliver vaknaði svo inn í bílageymslu og var þá kominn í sama stuðið og Kriss en Kriss talaði alla leiðina í bæinn. Drifum okkur inn með allt dótið og strákarnir töluðu smá við Ömmu og Kriss og drifu sig svo í bælið. En ég ákvað að ganga frá dótinu þoli illa að hafa allt ófrágengið, en strákarnir fóru að sofa rúmlega 01, voru svo vaktir í morgun í skólann ekkert smá duglegir og gekk mjög vel að vekja þá í morgun.
Í dag tók svo bara við venjulegur skóladagur, Oliver fór í skólann og skák, lék sér svo við strákana þangað til Mamma fór heim úr vinnunni þá var hann pikkaður upp. Kriss fór í leikskólann, sagði krökkunum frá Dýragarðinum sem við kíktum í og eflaust hvað karlinn væri æðislegur. En núna er "pabbi gamli" í miklu uppáhaldi, hann vill helst kíkja í heimsókn aftur sem fyrst, segir að pabbi sé skemmtilegastur og sætastur í öllum heiminum. Talar um karlinn eins og dýrling alla vegana í dag, ætli það breytist á morgun. En Kriss byrjaði sko að ræða það í flugvélinni í gær (áður en hún fór í loftið) hvenær við ættum að fara næst í heimsókn til pabba. Vill endilega að við kíkjum til hans sem fyrst aftur. Hver veit kannski heimsækjum við hann aftur???
Núna er hann Kriss okkar sofnaður og Oliver í nýja PS2 leiknum sem hann keypti sér, ekkert smá ánægður með hann (enda leikurinn á ensku).
Jæja segjum þetta gott í bili..
Later gater.
Kv. Tröllakórsgengið
Þá erum við stór fjölskyldan kominn aftur heim í Tröllakórinn og það var sko bara notalegt. Ekki það að okkur hafi leiðst neitt úti, þið vitið bara hvernig þetta er það er bara alltaf GOTT að komast heim til sín í sitt rúm.
Ferðin í gær gekk frekar erfiðlega, lögðum af stað frá Nurnberg fljótlega eftir hádegið og okkur tókst að villast FEITT á leiðinni við erum að tala um 100km sem var keyrt í vitlausa átt, já gaman að þessu eða þannig!!! Vorum öll með tölu orðin frekar pirruð á bílferðinn en þetta hafðist nú á endanum og við vorum öll orðin rólegri þegar á flugvöllinn var loksins komið! Þá var karlinn kvaddur og við inn í relluna. Vorum varla sest inn þegar hann Kriss okkar leið út af, enda vel þreyttur eins og við hin eða já alla vegana ég, ég sofnaði líka, vaknaði svo við það að Oliver var að vekja mig og biðja mig um hjálp í ensku bókinni. En við erum að tala um að Oliver lokaði ekki augunum í 1 mín á leiðinni heim í flugvélinni, var í stuði alla leiðina. Svo var farið í dúddabúð að versla og völdu þeir bræður sér ýmislegt gott sem þeim langaði í. Svo voru töskurnar sóttar og dótinu troðið í ömmubíl en Reynsi frændi sótti okkur á völlinn. Fljótlega eftir að við brunuðum í bæinn sofnaði Oliver loksins (erum að tala um að klukkan var 00:30 þegar við lögðum af stað frá Keflavík) Oliver vaknaði svo inn í bílageymslu og var þá kominn í sama stuðið og Kriss en Kriss talaði alla leiðina í bæinn. Drifum okkur inn með allt dótið og strákarnir töluðu smá við Ömmu og Kriss og drifu sig svo í bælið. En ég ákvað að ganga frá dótinu þoli illa að hafa allt ófrágengið, en strákarnir fóru að sofa rúmlega 01, voru svo vaktir í morgun í skólann ekkert smá duglegir og gekk mjög vel að vekja þá í morgun.
Í dag tók svo bara við venjulegur skóladagur, Oliver fór í skólann og skák, lék sér svo við strákana þangað til Mamma fór heim úr vinnunni þá var hann pikkaður upp. Kriss fór í leikskólann, sagði krökkunum frá Dýragarðinum sem við kíktum í og eflaust hvað karlinn væri æðislegur. En núna er "pabbi gamli" í miklu uppáhaldi, hann vill helst kíkja í heimsókn aftur sem fyrst, segir að pabbi sé skemmtilegastur og sætastur í öllum heiminum. Talar um karlinn eins og dýrling alla vegana í dag, ætli það breytist á morgun. En Kriss byrjaði sko að ræða það í flugvélinni í gær (áður en hún fór í loftið) hvenær við ættum að fara næst í heimsókn til pabba. Vill endilega að við kíkjum til hans sem fyrst aftur. Hver veit kannski heimsækjum við hann aftur???
Núna er hann Kriss okkar sofnaður og Oliver í nýja PS2 leiknum sem hann keypti sér, ekkert smá ánægður með hann (enda leikurinn á ensku).
Jæja segjum þetta gott í bili..
Later gater.
Kv. Tröllakórsgengið
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home