mánudagur, október 22, 2007

Þá erum við í útlandinu

Góða kvöldið
Gott fólk þá erum við í Útlandinu, já og við sem vissum ekki neitt. Mamma hafði ekki sagt okkur neitt sagðist ætla að sækja okkur karlana sína snemma á föstudaginn í skólann, biðum meðan Oliver unglingur kláraði samræmdaprófið í stærðfræði. Svo var farið af stað, þeir bakkabræður héldu að við værum á leiðinni í Bláa Lónið en svo var keyrt fram hjá því, þeim til mikillar undrunar. En svo var stoppað fyrir utan Leifstöð með fullan bíl af töskum og haldið af stað í flug til Lúxemborgar. Þar tók sá Gamli á móti okkur og við brunuðum heim til hans, enda komið mikið kvöld samt horfðum við á bíó áður en við fórum að sofa. Svo eldsnemma næsta dag var farið af stað í Mallið að versla, Oliver fékk þá flugu í hausinn að honum langaði í BMX hjól og við að skoða það gjörsamlega út um allt. En auðvita þurfti sú GAMLA líka að komast í H&M að skoða. Versluðum ekkert GEÐVEIKT á okkar mælikvarða fyrsta daginn, Oliver fann samt hjól sem hann hafði áhug á. Svo var ákveðið að við skyldum bara kíkja á nýja heimilið hans Bjarna H. svo við brunuðum til Nurberg að kíkja á hans nýju heimaslóðir. Ákváðum svo á í gær sunnudag að skella okkur í Dýragarðinn hérna í sveitinni þar sem halló það er allt LOKAÐ hér á sunnudögum eins og í Lúx. Það var svaka stuð í dýragarðinum, en líka MJÖG KALLT. En við lifðum það af, drifum okkur svo bara heim í lok dags erum að tala um að við vorum í nokkra klukkara í dýragarðinum svo já svona er nú bara lífið. Í dag mánudag fórum við svo í bæinn með karlinum, kíktum hér á Mallið Oliver enn að skoða BMX hjól og svona. Fórum svo í bæinn að rölta eftir Mallið þar sem karlinn þurfti að fara að vinna GAT EKKI FENGIÐ FRÍ og þeir bræður voru nú ekki alveg sáttir við það en svona er nú bara lífið við ráðum víst ekki öllu. Vorum heillengi á röltinu í bænum og enn og aftur var farið í H&M þar sem Kriss fann sér coolista brækur og úlpu (verðu nú að segja að það sem uppúr stendur í þessari ferð okkar er að þeir bræður eru jafn KAUPSJÚKIR og mamman, finnst ekki leiðinlegt að velja sér EITTHVAÐ sjálfir). Svo já ég hef nú ekki verslað mér mikið eða feitt. Við erum samt búin að kaupa eitthvað redda smá jólagjöfum, fann þessa líka fínu jólagjöf fyrir Kriss í dag, stóran fjarstýrðan jeppa. Gaman að því skal ég segja ykkur.
Annars erum við bara búin að vera að ganga af okkur ALLT VIT. Búin að labba gjörsamlega út um allt og skoða og sjá allskonar nýtt. Eitt samt slæmt við að hafa farið til Nurberg og það er að Oliver hefur ekki náð að hitta vini sína og nær því væntanlega ekki í þessari ferð!!!!!! En svona er nú bara lífið maður getur ekki alltaf gert allt sem manni langar til!
Ætli við segjum þetta ekki bara gott úr kuldanum héðan í Germaníu.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home