sunnudagur, nóvember 11, 2007

Mamma mín er sætasta mamman í leikskólanum

Já fínt já sæll já fínt já sæll já fínt já sæll
Vá hvað maður fær alltaf flott hrós á hverjum degi. Erum að tala um að Kriss er nú oft búin að segja mér þetta (fyrisögnina) , svo ég ákvað að spyrja Oliver líka "hey er ég sætasta mamman í þínum bekk" og hvað haldið þið Oliver var nú bara sammála bróðir sínum!!! Svo þegar við vöknum þá tekur hann Kriss minn utan um mig og segir "mamma sæta ertu vöknuð" "mamma svaka er góð lykt af þér" "mamma þú ert svo sæt" "mamma ég elska þig sko langmest" "mamma þú átt mig alein". Eins vill þessi elska mín að við syngjum saman Barney lagið á kvöldin þegar ég er að svæfa hann, vona að allir kunni það lag því það er svo sætt, en við Oliver lærðum það í USA og kenndum honum Kriss okkar þetta lag. I love you, you love me.........Ég er að tala um þetta er bara svona það sem ég man í fljót bragði. En kann Kriss minn kann sko að bræða kelluna alveg upp úr skónum og gott betur en það.
En nú að allt öðru, þ.e.a.s helginni, já föstudagskvöldið komu þeir bakkabræður Jón Egill og Tómas Ari til okkar um kvöldmatarleytið í pössun. Voru svaka stilltir eða þannig allir strákarnir. Á laugardaginn þá passaði Oliver strákana smá stund meðan við Kriss fórum með flöskurnar í endurvinnsluna (náðum að týna bíllyklinum í einum flösku pokanum en fundum hann sem betur fer). Oliver hringdi svo þegar ég var á leiðinni heim lét mig vita að það væri allt að verða CRAZY heima. Svo við Kriss drifum okkur heim, gáfum stóðinu að borða aftur og ákváðum svo að fara öll saman út í göngutúr, ákváum að labba niður í Nettó þar sem strákarnir fengu að eiga flöskusjóðinni (máttu kaupa sér laugardagsnammi fyrir hann). Á leiðinni í búðina sofnaði Jón Egill og svaf hann næstum alla leiðina tilbaka meðan Tómas hélt uppi stuðinu alla leiðina þangað til allt í einu varð dauðaþögn jú jú þá var hann líka sofnaður. En Kriss hafði nú orð á því að við værum að labba út í nóttinni en klukkan var rúmlega 17 þegar við vorum á leiðinni heim og þá var orðið vel dimmt. En þegar við komum heim sturtuðu strákarnir namminu í skál og gúffuðu þessu í sig allir 4 á mettíma. Svo fóru stubbarnir heim, við elduðum kvöldmat og horfðum á fjölskyldubíó og höfðum cozykvöld. Fórum samt öll snemma að sofa. Núna erum við að spá í að skella okkur í göngutúr í Smáró og skoða í íþróttabúðinni eins og eina jólagjöf eða svo. Svo ætlar hann Oliver að elda kvöldmatinn okkar sem eiga að vera kjötbollur ala Oliver. Kriss kvartar mikið finnst hann ALDREI fá að elda KVÖLDMATINN halló hann er 5 ára, ég bauð honum upp á það að hann mætti velja eftirréttinn í staðinn og sjá um hann, verður gaman að sjá hvað verður í eftirrétt hjá okkur í kvöld (sirka 100% líkur á því að það verði NAMMI)...
Jæja segjum þetta gott í bili.
Kv. Berglind og Ormarnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home