þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Oliver SNILLINGUR

Já sæll, já fínt, já sæll
Well núna var ég MONTRASSINN að koma heim af foreldrafundi í dag og þvílíka hrósið sem minn maður fékk, veit alla vegana að ég er að gera eitthvað rétt. Var kallaður AFBURÐARNEMANDI og hvað meira getur maður farið fram á??? Ég bara spyr?
Við fengum meiri segja einkuna blað með heim sem var bara flott. Okkar maður fékk 8 í lestri og stafsetningu, 7 í lesskilning og svo 9,5 í stærðfræði!! þetta var náttúrlega bara LANGFLOTTAST. Enda var bara talað vel og fallega um hann Oliver minn. Svo gaman þegar maður fær svona frábæra umsögn um manns eigins börn!!! Ég var sko eflaust stoltasta mamman í dag, sveif út úr skólanum ég labbaði sko ekki. Að vísu sagði hún að Oliver væri stundum svolítið latur hvað námið varðaði (en tók það svo strax fram að það væri ekki hægt að fara fram á það að neinn væri 100%)
Eftir foreldraviðtalið fór Oliver bara aftur í heimanám og ég í vinnuna.
Oliver fór svo á blak æfingu og chillaði með strákunum þangað til ég sótti hann til Flóka og við drifum okkur heim. Heima beið hann Kriss okkar sem sárþráði að fá athygli frá okkur Oliver sem hann svo sannarlega fékk. Vorum svo bara í róleg heitunum þangað til Kriss fór að sofa, að vísu er ég búin að merkja íbúðina hjá mér alla hátt og lágt með post it notes þar sem það er að fara að koma karl hérna í fyrramálið að taka út íbúðina hjá mér. En það er svo sem bara í góðu lagi ég verð náttúrulega að kvarta yfir þeim göllum sem hér er að finna.
Ætli við montrassarnir segjum þetta ekki bara gott í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home