sunnudagur, nóvember 18, 2007

Komin enn og aftur HELGI...

Vú hú það er komin helgi, og vá hvað okkur finnst það GOTT:...
Í gær föstudag var farið snemma heim úr vinnu og skóla. Komum heim þá kom Reynsi frændi með "Astrópíu spilið" með sér,við fengum það lánað og átti að spila það eftir matinn. Svo var farið í það að velja hvað ætti að vera í kvöldmatinn. Og eftir mikla umræðu var ákveðið að það yrði Pizza í kvöldmatinn.. En við komumst því miður ekki í spilið þar sem þeir bakkabræður voru frekar óþekkir við matarborðið og svo voru leikreglurnar nokkrar blaðsíður. Oliver mátti nú samt sem áður lesa leikreglurnar, en við spiluðum EKKI....
Eftir kvöldmatinn vildi Kriss endilega fá að hringja í pabba sinn,það er nú ekki oft sem hann biður um það en því miður var pabbi að vinna svo við ákváðum að Kriss myndi bara fá að vaka lengur eða þangað til pabbi væri búinn í vinnunni en því miður meikaði hann ekki að vaka endalaust. Kriss sofnaði yfir bíó í flísbuxum og flíspeysu. Oliver vakti nú aðeins lengur en samt ekki mikið lengur.
Í morgun vaknaði Kriss ELDSNEMMA og við drifum okkur á fætur. Hann fór með mammsý sætu á rúntinn svo hringdum við í Oliver og ákváðum að sækja hann, ætluðum að ákveða hvað allir strákarnir í familíunni ættu að fá í jólagjöf. Við erum með plan og það er að klára ALLAR jólagjafir fyrir Desember mánuð og gengur það bara ágætlega hjá okkur. Keyptum eina jólagjöf í morgun. Eftir búðarráp kíktum við á leiksýningu á bókasafninu, drifum okkur svo í tertupartý til Elísabetar (til lukku meðdaginn sæta mín). Eftir terturnar allar fórum við heim þar sem amma ætlaði að leyfa Kriss að sofa hjá sér í nótt og Kristín & Co. voru að koma að sækja Oliver en hann ætlaði að gista hjá þei í nótt. Núna eru því allir að heiman!!!!
Á morgun fer Kriss í afmæli til Matta og Mikka, en Oliver fer áKaratebíó. Svo það verður bara alveg nóg að gera á morgun líka.
Nú erum við bara farin að telja niður í jólin og gáminn.
Okkur hlakkar geggjað mikið til að fara að gera heimilislegt hjá okkur og líka jólalegt. Strákarnir bíða núna spenntir eftir dótinu sínu og hvenær við ætlum eiginlega að fara að baka fyrir jólin.
Segjum þetta gott í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home