miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Allir í BOLTANUM

Gettu!!! Klikk!!!! Hvað heldur þú!!!!
Þetta eru vinsælustu orð hans Kristofers þessa dagana. Eitthvað sem honum finnst flott er "klikk" allt sem er rætt við hann og hann svo spurður út úr er "Gettu" eða "hvað heldur þú".... Gaman að þessu ha. Mér finnst fyndast af þessu "Klikk".
Nóg um það í dag er búið að vera nóg að gera hjá okkur öllum, Oliver átti nú frí í skólanum í dag svo hann fékk að sofa út, við Kriss fórum hins vegar aðeins fyrr á fætur en vanalega þar sem ég átti að mæta í vinnuna klukkan 08, Kriss fékk því far með KB, PVJ,JEP og TAP í leikskólann.
Oliver þegar hann vaknaði fór að læra þar sem það var frekar mikill heimalærdómur svo var hann bara á chillinu heima þangað til hann gerði sig kláran fyrir Karate æfingu, missti af strætó svo hann labbaði bara af stað á æfingu (hann duglegi ákvað að fara tímanlega af stað svo það var í lagi að hann missti af einum vagni). Oliver reddaði sér alveg sjálfur í íþróttahúsið. Ég sótti Kriss í leikskólann og ákváðum við þá að kíkja á fótboltaæfingu. Kriss var ekki lítið ánægður með það arbaði alveg upp yfir sig og dreif sig út (við erum að tala um að hann er alltaf bara á stuttubuxum og stuttermabol í leikskólanum, er hundfúll yfir því að ég sendi hann í síðbuxum og langermabol á hverjum degi í skólann, hann fer úr fötunum fljótlega eftir að hann mætir í leikskólann og er bara í íþróttabúning er að fíla Chelese búninginn best). Alla vegana var Kriss á stuttbuxum og stuttermabol í leikskólanum þegar ég sótti hann svo það var bara að drífa sig í sokka og skó og bruna niður í Fífu. Þegar við mættum þangað þá töluðum við aðeins við þjálfarann og svo var minn maður farinn að æfa sig alveg á fullu og sjálfsögðu líka skipa eitthvað fyrir (hvaðan ætli hann hafi það?). Oliver kom niður og kíkt aðeins á Kriss áður en hann byrjaði sjálfur á æfingu en við Kriss hittum Runólf fyrir utan Fífuna og hann hljóp upp og sagði Oliver "mamma þín og litli bróðir eru niðri"... Ég horfði á alla æfinguna hans Kriss og hann var sko á yði alla æfingunga svaka duglegur og skemmti sér stór vel (svo ég geri fastlega ráð fyrir því að við kíkjum á næstu æfingu líka). Eftir æfinguna hans Kriss fórum við upp, kíktum smá á Oliver meðan hann var að klára æfinguna og drifum okkur svo heim. Stoppuðum að vísu í Nettó á leiðinni heim og náðum í kvöldmat, en eftir það var það flugferð heim að borða svo Kriss gæti nú komist í rúmið á réttum tíma.
Fórum svo inn í rúm að lesa jólasveinabókina þar sem það er nú gott að vita í hvaða röð karlarnir koma sem ætla að gefa í skóinn. Kriss þarf að hafa það á hreinu svo það var jólasaga fyrir svefninn. Okkar maður var fljótur að sofna enda eflaust þreyttur eftir æfinguna.
Unglingurinn okkar fékk að horfa á Amazing Race áður en hann var sendur inn í rúm.
Nú eru þeir báðir komnir í sína drauma veröld.
Segjum þetta því gott í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home