fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Allt að gerast allt að gerast....

Vú hú hvað er mikið að gerast hjá okkur þessa dagana.
Nú erum við orðin tæknivædd eins og aðrir komin með ADSL sjónvarp, allt annað líf alla vegana fyrir þá bakkabræður"!!!
Annars er það fótboltinn sem á hug Kristofers allan þessa dagana, enda finnst honum geggjað að fara á fótboltaæfingu, talar ekki um annað og bíður spenntur eftir næsta þriðjudegi. Sem er sko bara hið besta mál við erum að tala um að strákurinn fær að útrása sig. Oliver mættir á sínar, karate og blakæfingar, fannst samt frekar mikið að fara út í dag með 2 töskur (ein fyrir æfingar og hin fyrir sund já það er sem sagt byrjað skólasund).
Þeir eru búnir að vera á fullu eins og við hin, nú erum við spennt farin að bíða eftir gámnum, hann fer að koma, alla vegana er búið að pakka í hann og hann kominn niður á hafnarbakka. Við bíðum spennt eftir dótinu okkar, svo fórum við um daginn og keyptum okkur seríu á svalirnar. Og amma gaf okkur jólasvein á svalirnar, nú förum við bara að fara í skreytingarham. Annars er það jólaföndur á laugardaginn í leikskólanum hjá Kristofer og ætlum við Oliver að kíkja með honum. Á sunnudaginn held ég að það sé ekkert skipulag. Helgina eftir ætlum við að skreyta aðventukransinn og fara í leikhúsið stefnan er tekin á Gosa og Kriss hlakkar sko geggjað mikið til.
Erum annars búin að vera bara í okkar venjulegu rútínum, ætlum að fara í það að skipuleggja aðeins betur í öllum skápum hjá okkur áður en okkar dót kemur og kannski fara að skila því sem við erum búin að vera með í láni (sumt viljum við kannski bara hafa í eilífðar láni hahahahah).
Það er nóg að bíða eftir þessa dagana, það eru jólin, samræmduprófin, gámurinn, jólaföndrið, jólaundirbúningur, og bara allt sem við kemur jólunum. Við eigum bara eftir að vera busy og það er bara gaman og skemmtilegt. Okkur leiðist alla vegana ekki á meðan :-))))
Ætli við segjum þetta ekki bara gott af okkur í bili, þangað til næst.
Kv. Berglind

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home