föstudagur, desember 14, 2007

10 dagar til jóla og Crazy veður outside...

Díses kræst,
þetta er ekki einu sinni djók veðrið þarna úti, við erum að tala um alvöru storm. En þetta er svo sem í annað skiptið í þessari viku svo við ættum kannski bara að vera orðin vön.
Annars hvað er nú af okkur að frétta, Kriss duglegi var kominn bæði með eyrnabólgu og streptakokka þegar við loksins fórum til læknis, fékk okkar maður bara sýklalyf og verður vonandi orðinn laus við allt fyrir jólin. Við Kriss vorum heima bæði þriðju og miðvikudag, höfðum það cosý tókum upp úr kössum, redduðum rúminu hans og flokkuðum hvað ætti að fara í geymsluna og hvað mætti vera uppi. Náðum næstum að klára það, nú eigum við bara eftir að jólaskreyta og henda í geymsluna dótinu, förum í það um helgina og þá erum við orðin ready to rock and roll. Kriss var ægilega ánægður fann Kawasaki gallan hans Olivers og ætlaði held ég bara að flytja inn í hann, svo fann hann líka Metallica bolinn hans Olivers og hefur neitað svo að segja að fara úr honum (finnst geggjað cool að vera rokkari í rokkara bol)... En Kriss fékk nú að fara í skólann í gær og var hann bara ánægður með það að komast loksins í skólann. Í dag er svo jólaball hjá stráknum, fær að hitta jólasveina og svoleiðis skemmtilegt.
Jólasveinninn hefur komið við hjá okkur og fengu þeir bræður fyrsta daginn Happaþrennu, svo var það Playmókarlar (f. Kriss) og Oliver fékk 5 evru seðil, í dag voru svo nærföt. En ég er að tala um að Oliver finnst að jólasveinninn eigi að fara að finna hagnýtari gjafir, skil ekki hvað drengurinn var að spá í að ræða þetta svona við mig???? En jólasveinninn átti ekkert heima (var heima allan daginn með veikt barn) þegar hann reddaði sér með 5 evru seðlinum. Já maður verður nú stundum að redda sér fyrir horn!!!!!
Af Oliver er allt fínt að frétta, nú bíðum við spennt eftir að heyra frá samræmduprófunum en það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina. Svo ætlar hann að bjóða okkur Kriss í bíó á sunnudaginn (vann 3 bíómiða í Karate). Eins er hann að fara að keppa í karate á laugardaginn, verður gaman að sjá hvernig honum á eftir að ganga núna!!
Svo er núna bara verið að bíða eftir jólunum og öllu sem þeim fylgir, þeir bræður ætla að skreyta tréð okkar eftir helgina (einhvern dag í næstu viku). Svo á eftir að pakka inn gjöfunum en ég ætla að leyfa Oliver að gera það í ár ef hann hefur áhuga á því.
Helgin framundan er bara skemmtileg, það er matarboð í kvöld, morgun karatemót/jólaball og henda dótinu í geymsluna, sunnudagurinn fer í bíóferð og skreytingar. Bara gaman að því ekki satt???
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home