þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Vú hú LOKSINS þriðjudagur

Vá hvað hann Kriss okkar var glaður í morgun, þegar hann fattaði að í dag er þriðjudagur!!! En það er sem sagt fótboltaæfing hjá okkur Manni bara gaman. Hann sagði einmitt mjög spekingslegur í morgun "Oliver ég er sko ROSALEG þreyttur alltaf eftir fótbolta æfingar". Honum finnst þetta mjög mikilvægt að fara á æfingu og talar út í eitt um það, bara gaman að því.
Annars er mikið að gera framundan, við erum að tala um að við Oliver ætlum að sjá Ladda á fimmtudagskvöldið og hlakkar geggjað mikið til, svo ætlum við stórfjölskyldan að skella okkur öll saman á Gosa á sunnudaginn, vá hvað það verður nú gaman.
Svo kemur gámurinn eftir næstu helgi, já bara allt að gerast skal ég segja þér.. Nú er því ákveðið að það verður bakað um helgina og tekið almennilega til um helgina.... Gert allt ready fyrir gáminn, vá hvað verður gaman hjá okkur og þá verður sko líka orðið ALMENNILEGA JÓLALEGT hjá okkur fyrir miðjan des... Oliver vill helst fá að skreyta jólatréð um leið og gámurinn kemur en ég er að reyna að fá hann til að samþykkja að geyma þetta aðeins. Sjáum til ég sagði við hann að hann mætti skreyta það þegar hann væri kominn í jólafrí sem er 20.des og hann er svona að sætast á það. Spurði í gær hvenær ætlum við eiginlega að pakka inn öllum jólapökkunum, við erum alveg pollróleg hvað þetta varðar en pökkum inn einhverjum pökkum fyrr sem verða ekki á okkar heimili.
En við skoðum þetta allt saman!!! Eins ætlar Unglingurinn að fá eflaust Kristínu frænku með sér í bæinn og kaupa jólagjöf handa Mammsý Pammsý. En hann er með ákveðnar hugmyndir af gjöf handa mér, gaman að sjá hvað það verður!!!
En segjum þetta gott í bili.
Over and out.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er aldeilis nóg um að vera framundan hjá fjölskyldunni. Það verður nú frábært fyrir ykkur að fá loksins gáminn :-)
Heimir Þór er líka þvílíkt spenntur fyrir þriðjudögunum. Hann vill helst hafa fótboltaæfingar á hverjum degi !!
Sjáumst,
Elísabet

þriðjudagur, nóvember 27, 2007 6:42:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home