Það var stuð á Gosa
Jæja þá er kominn fyrsti í aðventu.
Vá hvað er gaman að því, við erum að tala um þá vitum við að það fer að styttast í jólin. Dagurinn í dag var bara skemmtilegur að vísu voru þeir bakkabræður ferkar óþekkir, því miður. En dagurinn byrjaði mjög snemma hjá okkur í dag eins og í gær, Kriss okkar vaknaði og fékk mömmu sína með sér fram úr. Við fórum í róleg heitunum fram, kveiktum á TV og ákváðum þar sem Oliver var líka vaknaður að við ættum kannski bara að taka því róleg og skella okkur í sund. Við fórum með ömmu og Reynsa í sund, það var geggjað stuð hjá strákunum. Vorum þó nokkuð lengi í sundi, eftir sundið fórum við í bakaríið að kaupa morgun/hádegismat. Drifum okkur heim og fengum okkur að borða þar sem við þurftum svo að gera okkur klár fyrir leikhúsið líka. Við komumst í þetta allt saman á réttum tíma.
Við vorum með þessi líka fínu sæti í leikhúsinu, sátum frekar mikið framarlega en það var líka bara fínt og skemmtilegra fyrir alla Stubbana (en já með okkur í dag fóru KB,PVJ,JEP,TAP og amma, já hele familien). Kriss okkar skemmti sér stór vel, HLÓ mikið og HÁTT (skyldi svo ekkert í því af hverju Tómas Ari væri ekki líka að hlæja). Okkur fannst öllum mjög gaman, hefðum sko alls ekki viljað missa af þessu skal ég segja ykkur.
En að allt öðru þá er Kriss mjög ánægður með "súkkulaði dagatalið" sitt, finnst ekki amalegt að geta farið á fætur og fengið sér nammi já bara í morgunmat!!!!!! Svo kemur hann þessi elska með einhverja gullmolla á hverjum degi, í gær sagði hann td. "hvaða dagur er í dag? " Oliver svaraði honum laugardagur þá heyrist í okkar manni "jú hú ég bara ELSKA laugardag og þriðjudaga", jú á laugardögum fær hann NAMMI (sem hann alveg elskar) og á þriðjudögum er fótboltinn. Ef Kriss myndi ráða þá væru laugardagar og þriðjudagar alltaf til skiptis (hann myndi vilja sleppa hinum dögunum bara úr)... hahahahahah
Annars er komin smá svona jólaspenningur í þá bræður.
Unglingurinn er að fara að taka beltapróf á fimmtudaginn í Karate og keppa í blaki á laugardaginn (nóg að gera hjá honum). Annars er hann enn með fullt af ofnæmisútbrotum um allan líkama (mest samt á aftan verðum lærunum) gaman að því. Veit ekki hvað ég á að gera í sambandi við þetta, því eftir því sem doksinn sagði okkur þá er ekki auðvelt að finna út fyrir hverju hann er með ofnæmi (sagði að þetta væri eins og að leita af nál í heystakki). En við vonum bara hans vegna að þetta verði búið fljótlega.
Ætli við segjum þetta ekki bara gott af þessari helgi.
Smell you guys later.
Vá hvað er gaman að því, við erum að tala um þá vitum við að það fer að styttast í jólin. Dagurinn í dag var bara skemmtilegur að vísu voru þeir bakkabræður ferkar óþekkir, því miður. En dagurinn byrjaði mjög snemma hjá okkur í dag eins og í gær, Kriss okkar vaknaði og fékk mömmu sína með sér fram úr. Við fórum í róleg heitunum fram, kveiktum á TV og ákváðum þar sem Oliver var líka vaknaður að við ættum kannski bara að taka því róleg og skella okkur í sund. Við fórum með ömmu og Reynsa í sund, það var geggjað stuð hjá strákunum. Vorum þó nokkuð lengi í sundi, eftir sundið fórum við í bakaríið að kaupa morgun/hádegismat. Drifum okkur heim og fengum okkur að borða þar sem við þurftum svo að gera okkur klár fyrir leikhúsið líka. Við komumst í þetta allt saman á réttum tíma.
Við vorum með þessi líka fínu sæti í leikhúsinu, sátum frekar mikið framarlega en það var líka bara fínt og skemmtilegra fyrir alla Stubbana (en já með okkur í dag fóru KB,PVJ,JEP,TAP og amma, já hele familien). Kriss okkar skemmti sér stór vel, HLÓ mikið og HÁTT (skyldi svo ekkert í því af hverju Tómas Ari væri ekki líka að hlæja). Okkur fannst öllum mjög gaman, hefðum sko alls ekki viljað missa af þessu skal ég segja ykkur.
En að allt öðru þá er Kriss mjög ánægður með "súkkulaði dagatalið" sitt, finnst ekki amalegt að geta farið á fætur og fengið sér nammi já bara í morgunmat!!!!!! Svo kemur hann þessi elska með einhverja gullmolla á hverjum degi, í gær sagði hann td. "hvaða dagur er í dag? " Oliver svaraði honum laugardagur þá heyrist í okkar manni "jú hú ég bara ELSKA laugardag og þriðjudaga", jú á laugardögum fær hann NAMMI (sem hann alveg elskar) og á þriðjudögum er fótboltinn. Ef Kriss myndi ráða þá væru laugardagar og þriðjudagar alltaf til skiptis (hann myndi vilja sleppa hinum dögunum bara úr)... hahahahahah
Annars er komin smá svona jólaspenningur í þá bræður.
Unglingurinn er að fara að taka beltapróf á fimmtudaginn í Karate og keppa í blaki á laugardaginn (nóg að gera hjá honum). Annars er hann enn með fullt af ofnæmisútbrotum um allan líkama (mest samt á aftan verðum lærunum) gaman að því. Veit ekki hvað ég á að gera í sambandi við þetta, því eftir því sem doksinn sagði okkur þá er ekki auðvelt að finna út fyrir hverju hann er með ofnæmi (sagði að þetta væri eins og að leita af nál í heystakki). En við vonum bara hans vegna að þetta verði búið fljótlega.
Ætli við segjum þetta ekki bara gott af þessari helgi.
Smell you guys later.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home