fimmtudagur, janúar 03, 2008

Allt að verða vitlaust...

Díses
Já árið byrjar greinilega vel hjá okkur, vorum húðlöt framan af í gær en skutluðum okkur nú svo á brennu enda ekkert annað hægt urðum að sjá fínu flugeldasýninguna hjá Skátunum. Höfðum það nú annars bara náðugt í gær. Nú þarf maður sko að byrja að kutta á vökutímann, við erum að tala um að það gekk frekar erfiðlega í gær, Kriss þurfti að tala út í eitt og Oliver var ekkert ÞREYTTUR. En þetta hófst á endanum, ég sofnaði samt held ég fyrst. Í morgun þá vaknaði ég líka LANG FYRST, Kriss fór á fætur í kringum 10:30 og Oliver rétt rúmlega 11. Við ákváðum svo að skella okkur í bæinn þar sem við Kriss náðum að stúta LYKLABORÐINU okkar í gær, og okkur nauðsynlega vantaði nýtt lyklaborð. Þetta verður greinilega svona ár eyðileggingar hvað okkar heimili varðar :-))))))))))))))))
En við sem sagt hentumst í bæinn redduðum nýju lyklaborði og Oliver fann sér þessa fínu United íþróttatösku (vantaði svo íþróttatösku fyrir allar æfingarnar sínar). Fórum svo í stóra verslunarferði í Svínið!!! Erum að tala um að það var ekki til neinn venjulegur matur á þessu heimili eins þurfti að versla inn fyrir nestið þar sem já skólinn byrjar á föstudaginn hjá honum Oliver okkar.
Vá hvað þetta er nú samt búið að vera notalegt frí. Við erum búin að vaka alla dagana fram eftir og sofa svo í orðsins fyllstu út.. Já meiri segja Kriss svaf eins og sveskja.... Bara búið að vera notalegt en eflaust á dagurinn á morgun eftir að vera ERFIÐUR... Já við Kriss þurfum að mæta fyrir allar aldir í vinnu/leikskóla!!! Oliver fær hins vegar að sofa einum degi lengur en við hin, en sem betur fer er stutt í helgina þannig við getum rétt okkur af. Erum að spá í að nota helgina kannski bara í bíóferð! Hvernig væri það!!! Jú og svo kubbana, eigum eftir að kubba smá ennþá, ætlum að klára það um helgina. Svo já það verður nóg að gera þessa helgina eins og alla hina dagana.
Nú svo er bara að telja niður í næsta frí hvenær ætli næsti rauði dagur sé. Oliver fer alla vegana í skólafrí í byrjun febrúar og svo eru páskarnar í mars. Já gaman að því.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home