föstudagur, janúar 11, 2008

Pósturinn að brillera, Jólapakkarnir LOKSINS komnir í hús.

Vú hú,
Já ég fékk heiðurinn af því að tapa GEÐHEILSUNNI einu sinni enn og fá aðeins FLEIRI GRÁHÁR allt get ég þakka þetta póstinum. Já þessir Hel..... bjánar, gleymdu pakkanum, fundu hann ekki og allt þar á milli og gott betur en það!!! Já við erum sem sagt að tala pum jólpakkann frá honum Bjarna H. En í gær þá annan daginn í röð hellt ég mér yfir yfirmann þjónustuvers og fór fram á það að pakkinn þeirra yrði sendur til mín í vinnuna og það var ekkert hægt að ræða það neitt sérstaklega við mig, pakkinn kæmi hingað og útrætt mál þar sem ég treysti þeim ekki til að keyra hann út að kvöldi til!!! Og jú jú ég fékk það í gegn og pakkinn kom í vinnuna til mín fyrir hádegi (vá trúið þið því)....
Svo ég var með jólapakka fram eftir í vinnunni svo í bílnum hjá mér. Fór nefnilega á fund eftir vinnu og fékk Oliver að fara til Kristínar og Kriss fór heim með ömmu. Það var því tóm gleði á bænum þegar ég loksins kom heim með jólapakkana. Annars mátti ég nú til með að stríða Oliver aðeins á leiðinni heim sagði við hann að pakkarnir yrðu ekkert opnir fyrr en bara á sunnudaginn, þá myndum við setja upp jólatréð aftur og fá svona jólastemmingu þegar þeir yrðu opnir, önnur hugmynd væri líka bara að geyma þá fram að næstu jólum þar sem jólapappírinn á þeim væri alveg heill. Oliver var ekki alveg ánægður með mömmu sína, var samt ekkert fúll eða þannig, var ekkert að mótmæla þessu, en sagði svo ertu kannski bara að djóka, ég neitaði því náttúrulega sagði að við yrðum að bíða þangað til á sunnudaginn og hann samþykkti það alveg, þá gat ég nú ekki annað en sprungið úr hlátri. Þá fattaði þessi elska að mamma hans var að djóka!!! Oliver ætlaði svo að vera geggjað fyndinn og reyna sama húmor við Kriss þegar við komum heim en NEI TAKK Kriss hlustaði ekkert á bróðir sinn og reif pakkann sinn upp.. Sagði svo hey nú vantar mig alveg nýja fótboltaskó, en Kriss fékk sem sagt Bayern Munchen galla, sokkahlífar, legghlífar, Bayern Munchen fótbolta og bakpoka. Hann var sko geggjað ánægður með þetta skal ég segja ykkur, svaf meiri segja í dressinu í nótt ægilegur montrass. Er sko ákveðinn í því að mæta í dressinu á næstu æfingu og taka dressið í bakpokanum. Unglingurinn var líka ROSALEGA ánægður með SINN PAKKA, fékk svona græju til að setja Ipodinn sinn og þá er þetta bara alvöru græjur. Hann fór í það strax að tengja þetta allt saman og hlusta og settu þeir bræður svo Lordi á fóninn og ROKKUÐU MEÐ. Hann var rosa ánægður með sitt. Það var því vel þess virði að bíða eftir pökkunum frá pabba.
Það var því tómgleði á heimilinu hjá okkur í gær.
Nú á svo að reyna að setja þá bakkabræður í klippingu í dag eða morgun, Oliver er orðin eins og LUKKUTRÖLL og það bara gengur ekki lengur, sagði við Oliver í gærkvöldi að við þyrftum eiginlega að taka af honum svona BEFORE and AFTER myndir.... hahahahahha
Segjum þetta gott af okkur í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home