Eyrnabarnið mitt STÓRA
Well well well
Nú er bara allt að gerast, við skruppum til hans Einars Ólafs. eyrnalæknis (mæli með honum ef ykkur vantar góðan háls-nef og eyrnalækni) á mánudaginn. Og vitir menn, konur og börn Unglingurinn minn þarf að fara í RÖR aftur, er slæma eyrað hans EKKERT að lagast því miður og verðum við því að koma honum í aðgerð helst í febrúar (hringi á morgun og fæ tíma á aðgerðina). Einar vill koma Oliver að sem fyrst í aðgerð þar sem honum líst ekkert á ástandið. Reyndi að útskýra fyrir mér aftur að Oliver er með suð í eyranu allan sólarhringinn meðan það er svona mikill vökvi í eyranu (þá er svo mikill þrýstingur líka). Svo já það er ekkert val, og auðvita vill ég líka að hann sonur minn heyri betur en þetta hefur allt saman áhrif á heyrnina hans. Kriss minn var líka með eyrnabólgu og vökva í slæma eyranu sínu, en það var ákveðið að bíða aðeins og sjá með hann þar sem hann er betri en Oliver, nú á ég að hringja inn info þegar Kriss fær eyrnabólgu svo Einar geti haldið skrá yfir þetta allt saman og svo sjáum við til með framhaldið eigum að koma aftur í kringum páskana og þá á að skoða þá báða (þá ætti Oliver að vera kominn með rörin og meta ástandið á honum Kriss mínum). Já einmitt við erum í áskrift hjá honum Einari (er þetta í lagi þegar maður á Ungling og stórt barn að vera að standa endalaust í þessum eyrnabólgupakka)....
Eins ætlum við að meta ástandið með Kriss þar sem þeir virðast báðir vera komnir með mjög háan sársaukaþröskuld hvað eyrnabólguna varðar að vera ekki að fá pensilín fyrir Kriss nema ég vilji, en hann þurfti það ekki núna síðast en þeir bakkabræður kvarta svo lítið undan verkjum, þegar hann kvartar er kannski bara nóg að gefa honum verkjalyf og svo búið. Þeir eru sjálfir að vinna vel á eyrnabólgunni. Svo nú er bara að vona að Kriss lagist og Oliver verði betri við að fá rörið.....
Nóg af eyrnaveseni. Við áttum góða helgi sem betur fer þrátt fyrir LEIÐINDAVEÐUR. Fórum í mat til Löngu og Langa á sunnudaginn (nammi nammi namm það var hangikjöt, uppstúf og tilbehör). Svo á mánudaginn var það bara eyrnalæknirinn, fórum svo heim að elda vorum öll svo rosalega svöng, þar sem við vorum kominn heim í seinnafallinu útaf doksatímanum var það bara matur og bælið fyrir Kriss en Oliver lærði og horfði svo á Idol með mömmu sinni. Í dag þriðjudag var það fótari hjá Kriss sem er bara hið besta mál (var vel sveittur og flottur eftir æfinguna) og Oliver skellti sér í afmæli í Keiluhöllinni og kom ekki minna sveittur heim. Þegar Oliver kom heim var Kriss sofnaður, búinn að borða og skella sér í sturtu. Oliver fór líka í sturtu og horfði svo á Amazing Race. Á morgun er bara venjulegur miðvikudagur, vonum að það verði stuttur dagur hjá okkur öllum svo við getum komið við í búðinni til að fylla á eyðimörkina hér á bænum.
Annars er svo sem mest lítið af okkur að frétta, Oliver er farinn að spá mikið í afmælið sitt sem er bara hið besta mál, er að spá í að hafa familí partý á laugardeginum 1.mars og svo veit hann ekki með bekkjarpartýið en hann og Júlli ætla kannski að vera með sameiginlegt afmæli sjáum til, en það koma náttúrulega páskar og svona vesen inn í mars mánuði svo við sjáum bara til. En ef þeir ætla að halda þetta tveir saman þá vilja þeir bara Laser Tag (en ég á eftir að tala við þá og sjá hvort þeir taki svona crazy boys þar sem þeir eru svo ungir). Annars höfum við heilan mánuð til að skoða þetta mál, Oilver er líka farinn að spá í hvað Mammsý eigi að baka fyrir afmælið um að gera að koma með óskir. Ætli maður þurfi ekki að fara að byrja að baka þar sem ég verð frekar busy í febrúar en auðvita hefur maður alltaf tíma til í að henda í tertur eða tvær.
Já svo verður þetta frekar svona stutt vika hjá okkur, ég verð ekki að vinna allan daginn á föstudaginn þar sem Leikskólinn er lokaður, en það er lika bara ljúft að geta lengt helgina svona aðeins.
En ætli ég segji þetta ekki bara gott af okkur í bili.
Informum ykkur næst þegar kominn er tími á aðgerðina.
Over and out.
Nú er bara allt að gerast, við skruppum til hans Einars Ólafs. eyrnalæknis (mæli með honum ef ykkur vantar góðan háls-nef og eyrnalækni) á mánudaginn. Og vitir menn, konur og börn Unglingurinn minn þarf að fara í RÖR aftur, er slæma eyrað hans EKKERT að lagast því miður og verðum við því að koma honum í aðgerð helst í febrúar (hringi á morgun og fæ tíma á aðgerðina). Einar vill koma Oliver að sem fyrst í aðgerð þar sem honum líst ekkert á ástandið. Reyndi að útskýra fyrir mér aftur að Oliver er með suð í eyranu allan sólarhringinn meðan það er svona mikill vökvi í eyranu (þá er svo mikill þrýstingur líka). Svo já það er ekkert val, og auðvita vill ég líka að hann sonur minn heyri betur en þetta hefur allt saman áhrif á heyrnina hans. Kriss minn var líka með eyrnabólgu og vökva í slæma eyranu sínu, en það var ákveðið að bíða aðeins og sjá með hann þar sem hann er betri en Oliver, nú á ég að hringja inn info þegar Kriss fær eyrnabólgu svo Einar geti haldið skrá yfir þetta allt saman og svo sjáum við til með framhaldið eigum að koma aftur í kringum páskana og þá á að skoða þá báða (þá ætti Oliver að vera kominn með rörin og meta ástandið á honum Kriss mínum). Já einmitt við erum í áskrift hjá honum Einari (er þetta í lagi þegar maður á Ungling og stórt barn að vera að standa endalaust í þessum eyrnabólgupakka)....
Eins ætlum við að meta ástandið með Kriss þar sem þeir virðast báðir vera komnir með mjög háan sársaukaþröskuld hvað eyrnabólguna varðar að vera ekki að fá pensilín fyrir Kriss nema ég vilji, en hann þurfti það ekki núna síðast en þeir bakkabræður kvarta svo lítið undan verkjum, þegar hann kvartar er kannski bara nóg að gefa honum verkjalyf og svo búið. Þeir eru sjálfir að vinna vel á eyrnabólgunni. Svo nú er bara að vona að Kriss lagist og Oliver verði betri við að fá rörið.....
Nóg af eyrnaveseni. Við áttum góða helgi sem betur fer þrátt fyrir LEIÐINDAVEÐUR. Fórum í mat til Löngu og Langa á sunnudaginn (nammi nammi namm það var hangikjöt, uppstúf og tilbehör). Svo á mánudaginn var það bara eyrnalæknirinn, fórum svo heim að elda vorum öll svo rosalega svöng, þar sem við vorum kominn heim í seinnafallinu útaf doksatímanum var það bara matur og bælið fyrir Kriss en Oliver lærði og horfði svo á Idol með mömmu sinni. Í dag þriðjudag var það fótari hjá Kriss sem er bara hið besta mál (var vel sveittur og flottur eftir æfinguna) og Oliver skellti sér í afmæli í Keiluhöllinni og kom ekki minna sveittur heim. Þegar Oliver kom heim var Kriss sofnaður, búinn að borða og skella sér í sturtu. Oliver fór líka í sturtu og horfði svo á Amazing Race. Á morgun er bara venjulegur miðvikudagur, vonum að það verði stuttur dagur hjá okkur öllum svo við getum komið við í búðinni til að fylla á eyðimörkina hér á bænum.
Annars er svo sem mest lítið af okkur að frétta, Oliver er farinn að spá mikið í afmælið sitt sem er bara hið besta mál, er að spá í að hafa familí partý á laugardeginum 1.mars og svo veit hann ekki með bekkjarpartýið en hann og Júlli ætla kannski að vera með sameiginlegt afmæli sjáum til, en það koma náttúrulega páskar og svona vesen inn í mars mánuði svo við sjáum bara til. En ef þeir ætla að halda þetta tveir saman þá vilja þeir bara Laser Tag (en ég á eftir að tala við þá og sjá hvort þeir taki svona crazy boys þar sem þeir eru svo ungir). Annars höfum við heilan mánuð til að skoða þetta mál, Oilver er líka farinn að spá í hvað Mammsý eigi að baka fyrir afmælið um að gera að koma með óskir. Ætli maður þurfi ekki að fara að byrja að baka þar sem ég verð frekar busy í febrúar en auðvita hefur maður alltaf tíma til í að henda í tertur eða tvær.
Já svo verður þetta frekar svona stutt vika hjá okkur, ég verð ekki að vinna allan daginn á föstudaginn þar sem Leikskólinn er lokaður, en það er lika bara ljúft að geta lengt helgina svona aðeins.
En ætli ég segji þetta ekki bara gott af okkur í bili.
Informum ykkur næst þegar kominn er tími á aðgerðina.
Over and out.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home