miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Amma Litla sæta Dúnna

Hellú
Já þá er maður hálf tómur, dofinn en samt veit ég vel að þetta var fyrir bestu en samt auðvita alltaf sárt en Amma Dúnna (þessi litla sæta góða kona) er dáinn.. Sem betur fer þurfti hún ekki að þjást og vitið þið það var fyrir mestu! Ekki það að í allan dag er ég búinn að vita nákvæmlega að hverju stefndi, og amma náttúrulega búinn að vera veik í mörg mörg ár. En hún fær núna sem betur fer að hitta hann Afa aftur, það verður nú bara sætt og gaman fyrir þau. Ég er búinn að vera í stöðugu símasambandi við Skjól í dag til að heyra hvernig henni liðið.
Útskýrði svo fyrir Unglingnum mínum hvað væri að gerast og hann er náttúrulega svo fullorðinn stundum þessi elska og spurði mjög fallega spurninga. Því auðvita á hann minningar um ömmu Dúnnu áður en hún varð mikið veik, þegar hún heimsótti okkur til Ameríku. Man vel eftir henni. Já og ég á fullt af skemmtilegum og fallegum minningum um hana bæði frá því ég var lítil og stór... (hey ekki það að ég sé neitt stór ennþá)...
En svona er nú bara lífið
Að allt öðru og aðeins léttara þá er sem sagt allt við það sama í okkar lífi, við erum að tala um það var karate og fótari í dag og þeir bræður ánægðir með útrásina, eftir æfingu fór ég í haircut (ægilega ánægð með mig) og á meðan passaði Reynsi strákana sem þeim þótti náttúrulega ekki leiðinlegt... Svo þegar ég kom heim þá var Kriss sofnaður og Oliver að bursta tennurnar. Svo það mætti segja að þetta hefði verið huggulegt.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Begga og synir.
Ég votta ykkur samúð mína, það er alltaf erfitt að kveðja.

En svo ég snúi mér að öðru........ ég veit að þetta er að verða klisja en nú VERÐUM við að fara að hittast eitthvað.

Verðum í bandi.

Kveðja Gugga

miðvikudagur, febrúar 27, 2008 1:00:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home