laugardagur, febrúar 09, 2008

Komin helgi eina ferðina enn

Vú hú við komin í helgarfrí. Við erum að tala um að við spóluðum bara heim í gær, sóttum Oliver á leiðinni heim og fukum svo.. Það var sem sagt eina ferðina enn STORMVIÐVÖRUN á Íslandi og við erum að tala um í vindhviðunum þá voru þetta 35 metrar á sek er það síðan eðlilegt??? Við sáum fullt af flassi og heyrðum vel í rokin hérna í okkar sveit. En við lifðum þetta allt af og gott betur en það voru bara inni undir feldi og höfðum það kósý. Kveikt á fullt á kertum og við að horfa á TV. Oliver tímir ekki að missa af Bullrun á Skjánum og svo er það Bandið hans Bubba....
Í morgun þegar við LOKSINS vöknuðum þá vorum við að tala um allt hvítt og við sáum ekki út (já skafrenningur og læti)... Við Kriss drifum okkur fram svo hann myndi ná henni Dóru á stöð 2+ sem við horfðum saman á fengum okkur svo morgunmat og chilluðum þangað til Oliver vaknaði. Þá tók sko bara við ennþá meiri LETI. Ég og Kriss ákváðum svo bara að drífa okkur með Ömmu í IKEA að versla svona ýmislegt sem vantaði til heimilisins (keyptum aðeins meira en við ætluðum í upphafi) en gerist það síðan ekki alltaf í IKEA... Nú er Oliver að læra og eftir lærdóminn ætlum við að henda okkur smá út í snjóinn (fyrir kvöldmat). Hafa gaman af...
Á morgun ætlum við að reyna að bora eitthvað upp á veggi og setja eitthvað saman (gaman að sjá hvernig það gengur, ætli við fáum ekki bara ömmu í það að hjálpa okkur)... Svo erum við líka að fara að passa JEP og TAP (báðum þá að taka með sér snjóþotu svo við gætum farið eitthvað saman út)....
Svo tekur við bara eina ferðina enn venjuleg vika..
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili..
Ekki má gleyma stór viðburði vikunnar já við fengum litla Frænku "Berglindi sætu" já eiginlega svona ská frænku of flókið að útskýra það allt saman svo við segjum bara sæta hárprúða frænku. Óskum Vigfúsi, Elísabetu, Ágústu Eir og Heimir Þór til lukku með litlu hárprúðu Prinsessuna.
Over and Out.
Berglind og Gormarnir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home