laugardagur, febrúar 23, 2008

Vá hvað er langt síðan síðast

Best að stikla bara á stóru!!!
Síðastu helgi þá var ég í Barcelona að skemmta mér og skoða borgina í fyrsta skipti. Strákarnir skiptu sér niður, Unglingurinn var hjá Kristínu frænku og vitir menn konur og börn hann fékk í eyrun hjá henni greyjið á sunnudaginn. Kristín átti sem betur fer verkjalyf svo hún gaf honum bara sjóleiðis og hélt honum gangandi þar sem hann var að fara í aðgerð á þriðjudeginum. Kriss minn var hjá ömmu og fannst það bara notalegt, ákvað samt að þau amma myndu sofa í okkar húsi, því jú heima er BEST...
Aðfaranótt þriðjudagsins kom ég heim, rétt náði að loka augunum svo var það að bruna upp á spítla með Oliver, fékk okkar maður kærileysis pillur og var drep fyndinn þegar pillan var farin að hafa áhrif. Við fórum svo saman á skurðstofuna þar sem mamma fékk að vera með þangað til hann sofnaði. Oliver vaknaði svo ROSA GLAÐUR en þreyttur nokkrum tímum seinna (svaf frekar mikið að mati þeirra á vöknu). Við fórum svo heim í hádeginu og vitir menn þegar við vorum nýkomin heim var hringt já og Kriss komin með í EYRUN (hvað er þetta með þessa syni mína). Við vorum því bara heima á þriðjudaginn... Ég fór að vísu í foreldraviðtal í leikskólanum hjá Kriss og eru miklar framfarir hjá honum sem var bara gaman að heyra. Fékk svo bara að vita að hann væri stríðnispúki og myndi stríða gjörsamlega öllum ef þannig myndi liggja á honum, ekkert sem kom mér á óvart. En gaman að hann er að bæta sig : -))))))))))))))
Miðvikudagurinn rann upp og oh my my my hvað mig hlakkaði til, fór sem sagt með Oliver í foreldaraviðtal og hrósið sem hann fær alltaf drengurinn!!!! Fengum að vita það ef Oliver myndi hætta að vera LATUR ætti hann MÖGULEIKA á því að fá 10 í öllu og það var nú bara til að ýta en frekar undir MONTRASSINN mig... Oliver kom mjög vel út eins og alltaf fékk 8,6 í meðal einkunn og getur maður kvartað yfir því hjá 9 ára gömlu barni... NEI alls ekki...
Restin á vikunni er bara búið að fara í chill, nema hvað, maður enn að jafna sig eftir Barce. En þeir voru nú ánægðir synir mínir þegar ég kom heim, alltaf að gott að fá mömmu sætu aftur og svo hafði mamma líka keypt smá pakka handa þeim, Kriss fannst turquise blái Barcelona búningurinn æðislegur og Oliver fýlaði Vans skóna sem kellan fann.. Bara gaman að gleðja þá. Annars græddi Oliver líka í dag fékk Karate galla (Blika) fórum að skoða þá í dag og okkur leist bara svona stór vel á þá!!!!!!!!!!!!!
En þið getið kíkt á ömmukaffið sem Kriss bauð okkur í á föstudaginn hérna http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/22/ommum_bodid_i_kaffi/ setti linkinn líka hérna undir titilinn á blogginu í dag. En þetta var bara æðislegt...
Jæja ætla að fara að sinna börnunum og skipuleggja hvað við ætlum að hafa í afmælinu hjá Oliver. Það verður ekki eins langt í næsta blogg..
Kv. Ritarinn and the boys.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home