Brjálað að gera hjá okkur
Hellú
Í gær (sunnudag) vorum við últra dugleg já já það var farið á fætur um það leyti sem JEP og TAP komu í pössun til okkar, þeir voru svo fljótlega settir í bælið að leggja sig. Eftir lúrinn hjá þeim fórum við út að labba já strákarnir tóku með sér sína snjóþotu (sem er með 2 sætum) og við tókum sleðann (nýja fína). Og við löbbuðum öll svaka fínan hring, komum svo við í Nettó og keyptum í vöfflur bara huggulegt. Löbbuðum svo heim og drifum okkur í bakstur, fundum nú nokkrar brekkur á leiðinni svo nú vitum við hvert strákarnir eiga að fara næst að renna sér. Fórum heim og biðu þeir allir spenntir meðan amma bakaði vöfflurnar, bara gott. Svo var það heitar vöfflur með rjóma, súkkulaði og sultu sem beið þeirra. Stubbarnir voru þá sóttir og þá var farið að chilla. Fórum í það að finna myndir sem við ætluðum að setja upp á vegg hjá okkur og Amma mætti með borinn til að bora fyrir okkur.. Vorum svaka duglegar settum upp nokkrar myndir og já veggljósið inni hjá Kriss. Þetta fer að verða svaka fínt, ætlum að plata ömmu í aðeins meiri uppsetningu það á eftir að setja upp hillurnar inn hjá Kriss, spegil í forstofuna, myndir inni hjá Oliver og já svona sitt lítið af hverju (en þetta er allt að koma)... Ég er nefnilega orðin svo flink, búinn að setja saman Gasgrill, skrifborð og fatahengi í forstofuna... Já maður getur nú ýmislegt með viljan að vopni.
Eftir uppsetningarnar voru strákarnir settir í bað, svo var það kvöldmatur og bælið. Kriss var ekkert smá montinn með nýja fína ljósið sitt og getur nú ekki beðið eftir því að við setjum upp bókahillur fyrir bækurnar hans og límmiðana á veggina...
En þetta er nóg af okkur í bili.
Smell you later.
Kv. Berglind and the boys.
Í gær (sunnudag) vorum við últra dugleg já já það var farið á fætur um það leyti sem JEP og TAP komu í pössun til okkar, þeir voru svo fljótlega settir í bælið að leggja sig. Eftir lúrinn hjá þeim fórum við út að labba já strákarnir tóku með sér sína snjóþotu (sem er með 2 sætum) og við tókum sleðann (nýja fína). Og við löbbuðum öll svaka fínan hring, komum svo við í Nettó og keyptum í vöfflur bara huggulegt. Löbbuðum svo heim og drifum okkur í bakstur, fundum nú nokkrar brekkur á leiðinni svo nú vitum við hvert strákarnir eiga að fara næst að renna sér. Fórum heim og biðu þeir allir spenntir meðan amma bakaði vöfflurnar, bara gott. Svo var það heitar vöfflur með rjóma, súkkulaði og sultu sem beið þeirra. Stubbarnir voru þá sóttir og þá var farið að chilla. Fórum í það að finna myndir sem við ætluðum að setja upp á vegg hjá okkur og Amma mætti með borinn til að bora fyrir okkur.. Vorum svaka duglegar settum upp nokkrar myndir og já veggljósið inni hjá Kriss. Þetta fer að verða svaka fínt, ætlum að plata ömmu í aðeins meiri uppsetningu það á eftir að setja upp hillurnar inn hjá Kriss, spegil í forstofuna, myndir inni hjá Oliver og já svona sitt lítið af hverju (en þetta er allt að koma)... Ég er nefnilega orðin svo flink, búinn að setja saman Gasgrill, skrifborð og fatahengi í forstofuna... Já maður getur nú ýmislegt með viljan að vopni.
Eftir uppsetningarnar voru strákarnir settir í bað, svo var það kvöldmatur og bælið. Kriss var ekkert smá montinn með nýja fína ljósið sitt og getur nú ekki beðið eftir því að við setjum upp bókahillur fyrir bækurnar hans og límmiðana á veggina...
En þetta er nóg af okkur í bili.
Smell you later.
Kv. Berglind and the boys.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home