þriðjudagur, mars 04, 2008

1. og 2. í afmæli búinn

Já góðan dag..
Þá er hann Oliver minn orðinn 10 ára og búinn að fá 2 afmælisveislur. Sú fyrri var á laugardaginn, mjög svo róleg og nice þá mætti stórfjölskyldan á svæðið. Dagurinn byrjaði á því að við fengum pabba "Bjarna H." til að bora upp hillur, spegil og fatahengi fyrir okkur sem gekk líka svona ljómandi vel. Eftir það fóru karlarnir í klippingu meðan ég og amma kláruðum að setja allt á borðið. Svo hófst veislan fyrir alvöru og allt liðið mætt, fékk Oliver fullt af gjöfum sem hann var rosalega ánægður með sem er sko fyrir mestu.
En já fyrir ykkur sem ekki vissuð þá mætti hann Bjarni H. til landsins núna á fimmtudaginn og kom strákunum á óvart, Kriss var ekkert smá hamingjusamur að sjá pabba sinn og fóru þeir feðgar svo saman að sækja Oliver á æfingu og voru það bara augun út á Oliver þegar hann sá hver var að sækja sig. En þeir bræður vissu ekki neitt og ég gat haldið KJ. vá hvað ég var samt næstum búinn að missa þetta út úr mér. En þetta var sem sagt mjög gaman fyrir þá!!!! Kriss sagði svo við pabba sinn þú verður svo að koma aftur 27.ágúst þegar ég á afmæli.... Gott að hafa þetta allt saman á hreinu ha.....
En að afmælisveislu númer 2 í gær mánudag þá var sem sagt farið með strákana í bekknum í Keilu og dúdda mía hvað þetta var mikið stuð og mikil læti í þeim. Þeir voru í essinu sínu og að brillera. Þegar keilan var LOKSINS búin hjá þeim þá var farið í pizzu og kók!!! Og þegar þeir voru búnir að borða (þá var klukkan nú orðinn 19 og afmælið búið) en þá áttu þeir eftir að nota spilapeningana svo einhverjir fóru með peningana með sér heim en aðrir voru sóttir alltof seint og gátu þeir þá notað peningana sína og gott betur en það... Við erum að tala um að sá sem var sóttur síðastur var sóttur 40 mín eftir að afmælið var búið svo við vorum bara að bíða. En það var nú í góðu þar sem bæði Júlli og Flóki ætluðu að fara með okkur heim. En svo var mömmu hans Júlla farið að lengja eftir honum enda afmælið löngu búið svo hún mætti á svæðið að sækja hann líka. Svo við fórum ekki út úr Keiluhöllinni fyrr en rúmlega 20. Svo þetta var langur dagur. Afmælisbarnið var svo leyst út með einum fríum leik í Keilu svo við stór fjölskyldan ætlum að skella okkur fljótlega í Keilu og hafa gaman af og leyfa þá Kriss að spila líka. En hann var svaka góður í gær horfði bara á strákana spila og borðaði á meðan. En fékk nú að fara í nokkra leiki eftir afmælið. Erum að tala um að við tókum einn þythokkí leik og svona skemmtilegt. Keiluhöllin er sko kjörin staður fyrir svona STRÁKA afmæli. Erum að tala um að það voru 3 afmæli í gangi í gær og bara eitt STRÁKA og hjá okkur var sko mesti djöflagangurinn og mikið hrópað og arbað.... Þeir voru að fýla þetta í tætlur.... Því miður fyrir mig þá var hann Bjarni H. farinn aftur heim svo hann gat ekki farið með strákunum í Keilu. En kannski getur hann það næst hver veit...
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home