mánudagur, mars 10, 2008

Sjúklingabælið í Tröllakór

Well well well
Vikan byrjaði EKKI VEL á þessu heimili. Við erum að tala um að við Kriss vöknuðum bæði við Oliver í nótt sem var ekki frásögu færandi. En þegar ég fór fram úr henti Kriss sér í bælið til Oliver og allt í góðu með það, en þegar kom að því að klæða sig og bursta þá nennti drengurinn því ekki og jú jú þolinmóða mamman var ekki að nenna að standa í svona brasi. Svo hingað og ekki lengra ég byrjaði að klæða hann þá sagði hann allt í einu ég þarf að gera eitt annað og með það sama hljóp hann inn á kló og ÆLDI á gólfið í klóið og út um allt. Svo ég ákvað að hann yrði bara heima enda heitur og vesen á honum, en ég plataði hann svo til að leggjast í sófann og áður en ég vissi af var hann farinn að hrjóta aftur... Svo við vorum heima í dag og vá hvað það tekur nú líka bara á að vera HEIMA:....
Ég ákvað að hendast í skólann hjá Oliver og sækja heimanámið hans og talaði bæði við Blakþjálfarann hans (líka sundkennarinn) og kennarann hans... Fékk heimanámið og svo fékk ég þær fréttir að bekkurinn hans Olivers (4.bekkur) lennti í öðru sæti á skákmóti og Oliver fær medalíuna þegar hann hressist. En þetta var voða flott hjá þeim.
Ástandið er þannig að í morgun var Kriss rænulaus en hann er það sko ALLS EKKI LENGUR: Oliver er bara eins og undanfarna daga fer ekki mikið fyrir honum nema þegar hann fer að æla eða kyngja lyfjunum sínum. Byrjaði að borða smá í gær sem er sko bara SKREF í rétta átt.
Ég er búinn að ákveða að Oliver verður heima alla vikuna (engin skóli, kominn í páskafrí) en Kriss ef hann verður svona hress í kvöld þá fer hann sko í leikskólann á morgun "no mercy".
En þetta á sko ekki við mig/okkur að vera svona inni allan daginn og gera ekki neitt...
Við Oliver ætlum svo að horfa á American Idol í kvöld og sjá hvernig okkar liðið gengur.
Segjum þetta gott af HEILSUBÆLINU í KÓRAHVERFI.
Kv. Berglind og Sjúklingarnir 2

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home