Doktor Saxi
Jæja ég ákvað að við Oliver skyldum skella okkur á læknavaktina í gærkvöldi, fengum Reynsa til að kíkja eftir Kriss á meðan. Sem betur fer var EKKI löng bið og gat Oliver minn setið á sér meðan við vorum að bíða eftir doksanum, en svo þegar við komumst inn og Oliver átti að fara anda djúpt þá þurfti okkar maður að ÆLA!!!!! En við ákváðum í sameiningu að hann myndi reyna að harka af sér meðan doksinn myndi skoða hann, og jú jú okkar maður kominn með SÝKINGU í HÆGRA LUNGAÐ (ekki gott) var með háan hita (var svona sveittur og þvalur greyjið) og eflaust kominn með slím í eyrun (eina ferðina enn) já einmitt HÆRGRA EYRAÐ (doksinn hélt þetta væri kannski eftir sýklalyfin sem hann var með í eyranu en við komumst að því eftir að við fórum út frá honum að það gæti bara ekki verið kremið þar sem það er vika síðan hann fékk það síðast). Svo komum við heim og Oliver greyjinu leið ekkert ROSALEGA VEL en harkaði af sér og lagðist upp í sófa með Gatorade og lyfin sem hann á að fara að smjatta á. Stuttu síðar hljóp okkar maður af stað og ÆLDI öllu sem hann var búinn að drekka og gott betur en það. En doksinn sagði okkur ef hann fer ekki að halda vökvanum niðri (hættir ekki þessu æluveseni) þá verðum við að fara niður á barnadeild og láta gefa honum lyfin og næringu í æð. Við vonum að okkar maður hætti þessu GUBBU veseni og við sleppum við spítalann.
Svo er hann mikið að vakna á nóttinni út af ógleðinni og líður bara illa (er búinn að vera mikið veikur á nóttinni sem er bara ekki gott)....
Doksinn sagði okkur svo bara að bíða og sjá með skólann, mættum athuga það í fyrsta lagi á fimmtudaginn ef vel gengi (en það er náttúrulega bara þessi vika eftir af skólanum og svo á föstudaginn er bara árshátiðinni þeirra í klukkuktíma) svo við Oliver ætlum bara að sjá til með skólann algjör óþarfi að senda hann út að óþörfu (er svo hrædd um að honum slái bara niður). En við bíðum og sjáum þegar fer að líða á vikuna....
Við Kriss ætlum að kíkja smá stund í skírnina núna eftir og fá að heyra hvað stubburinn verður skírður, ég veðja á Karl og svo eitthvað finnskt nafn (verður gaman að sjá hvort ég hef rétt fyrir mér)... En þetta kemur allt í ljós í dag.
Vildi bara uppfæra veikinda fréttirnar af honum Oliver okkar.
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Ritarinn, Sjúklingurinn og Villingurinn
Svo er hann mikið að vakna á nóttinni út af ógleðinni og líður bara illa (er búinn að vera mikið veikur á nóttinni sem er bara ekki gott)....
Doksinn sagði okkur svo bara að bíða og sjá með skólann, mættum athuga það í fyrsta lagi á fimmtudaginn ef vel gengi (en það er náttúrulega bara þessi vika eftir af skólanum og svo á föstudaginn er bara árshátiðinni þeirra í klukkuktíma) svo við Oliver ætlum bara að sjá til með skólann algjör óþarfi að senda hann út að óþörfu (er svo hrædd um að honum slái bara niður). En við bíðum og sjáum þegar fer að líða á vikuna....
Við Kriss ætlum að kíkja smá stund í skírnina núna eftir og fá að heyra hvað stubburinn verður skírður, ég veðja á Karl og svo eitthvað finnskt nafn (verður gaman að sjá hvort ég hef rétt fyrir mér)... En þetta kemur allt í ljós í dag.
Vildi bara uppfæra veikinda fréttirnar af honum Oliver okkar.
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Ritarinn, Sjúklingurinn og Villingurinn
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home