sunnudagur, mars 09, 2008

Unglingurinn ENN VEIKUR

Well well well
Þá erum við ÖLL komin í helgarfrí. Sem er nú bara notalegt, að vísu hefur hann Oliver okkar það bara ekki nógu gott. Er búinn að vera mjög lélegur að borða og heldur nánast engu niðri sem er bara ekki nógu gott. Er óglatt og búinn að vera duglegur að faðma Gustavbergið okkar, enn með ljótan hósta og hita, er þetta í lag!!!!!! Hann var sem sagt heima á föstudaginn og naut þess eða þannig var ekki lengur með svimann og kom svona annað slagið fram, borðaði mest lítið allan föstudaginn var bara meira að horfa á TV. Hann vaknaði svo greyjið í nótt til að faðma klóið og vaknaði ég við óhljóðinn í honum drengnum og í nótt var hann greyjið VIRKILEGA VEIKUR og LEIÐ ROSALEGA ILLA. Ég fékk hann svo loksins til að koma með mér inn í rúm að leggjast þá var hann ekki þreyttur svo við kveiktum bara á TVinu inni hjá mér og hann horfði á Flakkarann svo ég gæti lagt mig á meðan þar sem ég varð að vakna með Kriss í morgun.
Við ákváðum að leyfa Oliver bara að sofa svo út í morgun og skelltum okkur með ömmu í bæinn fórum á bókamarkaðinn, í Kolaportið (til að versla Kólus páskaegg fyrir sjúklinginn) og í heimsókn á sjúkrabælið í Arnarsmáranum (en fjölskyldan þar liggur öll í flensu núna). Vorum svo komin heim um 13:30 og þá var Oliver ennþá sofandi svo ég vakti hann og þá leið honum rosalega illa og var enn mikið þreyttur. En ég gaf mig ekkert hann átti að vakna og fara á fætur smá. Hann kom svo fram rúmlega 15 og var þá mjög tussulegur, fékk sér Malt og Kók að drekka en vildi nánast ekkert borða með. Hann ákvað svo að læra smá og allt í góðu en leið rosalega illa á meðan lærdóminum stóð. Svo hentist ég út að skutla ömmu og vitir menn meðan ég fór í burtu þá ÆLDI Oliver greyjið alveg fullt, enda var hann kominn upp í rúm þegar ég kom tilbaka og var þar þangað til núna um 19:30 þá bauð ég honum að velja hvað yrði í kvöldmatinn og jú Pizza varð fyrir valinu, þegar ég kom heim með pizzuna náði hann að borða ekki einu sinni eina sneið (sem segir mér allt um veikindin hans)..
En ég vona að hann fari að ná sér fljótlega þar sem það er alveg hundleiðinlegt að vera slappur, veikur og hafa enga matarlyst (þar sem maður hefur enga orku ef maður borðar ekki neitt)...
Veit ekki hvort við kíkjum í skírnina á morgun þar sem heilsan er ekki til staðar hjá Oliver. Sjáum nú samt til, kannski kíkjum við Kriss smá stund...
Jæja segjum þetta gott í bili, ætla að fara að sinna Sjúklingnum...
Kv. Berglind, Sjúklingurinn og Villingurinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home