mánudagur, mars 17, 2008

Held að þetta sé að verða búið

Góða kvöldið,
já þá held ég að við séum LOKSINS öll að ná heilsunni.. Já einmitt ég lagðist í þennan viðbjóð í gær, var heit, slöpp, með beinverki og höfuðverk. Við litum sem sagt ekki beint vel út í gær!!!!! En við meikuðum daginn og það sem meira er vöknuðum í dag aðeins hressari en í gær :-))))))))))))) Við erum að tala um það var bara höfuðverkur og slæmt nefrennsli í dag sem er sko STÓRT skref í rétta átt og núna erum við held ég öll komin með heilsu bara smá hósti og nefrennsli eftir og það köllum við ekki flensu/pest eða veiki á mínu heimili. Að vísu er Kriss enn ekki duglegur að borða en hann fær sér smá sem er meira en ekki neitt og það er líka allt að gerast bara hægt og rólega, eins var hann gjörsamlega búinn eftir daginn í dag þegar frændur hans fóru heim, hann lagðist upp í sófa og sofnaði (svaf þangað til við Oliver vöktum hann)...
Þeim bræðrum var svo hent í bað svo þeir yrðu nú hreinir á morgun, og nú liggur Kriss inn í rúmi að horfa á mynd og Oliver liggur inn í stofu (eflaust búnir eftir daginn og baðið)....
Á morgun er svo RÆS snemma, Kriss ætlar í leikskólann og Oliver með mér í vinnuna og svo til Dr. Saxa (vonum að allt komi rosalega vel út í fyrramálið hjá fyrsta doksanum). Svo verður Kriss sóttur snemma í leikskólann þar sem við ætlum að kíkja á hann Einar Ólafs og fá stöðuna á eyrunum á þeim bræðrum, vonum að það sé ekkert þar í gangi er alveg búinn með VEIKINDAPAKKANN núna. Við erum að tala um að Oliver veiktist fyrir rúmir viku síðan og Kriss væri kominn með viku á morgun. Er það ekki bara orðið yfirdrifið fyrir 3 manna fjölskyldu, ég bara spyr??? Já svo má ekki gleyma því að ég lagðist sjálf einn dag í vikunni og búin að liggja núna alla helgina!!! Jú pakkinn er búinn og við nennum ekki meira... Erum farin að skipuleggja hvað við ætlum að gera um páskana, hvað eigi að vera í matinn og svo framvegis. Við erum ákveðinn í að skella okkur í bíó á hann Horton!!!! Ef veður leyfir þá eigum við örugglega eftir að labba í bíó þvílík útþrá er komin í mannskapinn.... Vá þeir hafa ekki farið út í viku!!! það er svolítið mikið fyrir börn tala nú ekki um stráka!!!
Segjum þetta gott í bili...
Komum með comment frá doksunum á morgun.
Over and out
Vona að þið hafið átt yndislega helgi...
Kv. Berglind og co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home