fimmtudagur, mars 13, 2008

Enn meira af Kjúklingunum

Já sæll
Þá liggjum við öll, gaman að því ekki satt??? Ég er með beinverki, hausverk og hósta (held ég sofi þetta bara úr mér í dag, lifi alla vegana í voninni), Kriss greyjið er enn með mjög háan hita mældi hann í gærkvöldi þá var hann með 39,7°C og er hann búinn að vera rosalega slappur, nánast ekkert borðað, og er dottandi/sofandi meira eða minna alla daginn. Unglingurinn borðaði nú kvöldmat í gær sem er sko stórt skref í rétta átt, hóstinn aðeins farinn að minnka og hitinn farinn, en hann verður inni alla vikuna plús helgin (vill alls ekki að honum slái niður). Svo er það mánudagurinn mikli já þá eru það 2 doksa tímar fyrir Oliver og þá fáum við vonandi að vita hvort sýkingin í lungunum er farinn og hvort hann sé ekki bara orðinn hress og kátur, eins hjá Einari hvort eyrun séu ekki í góðu lagi hjá þeim báðum. Leist að vísu ekkert á blikuna í gær þegar hann Kriss minn grét af því honum var svo illt í eyrunum og annað eyrað var eldrautt, hann harkaði bara af sér og sofnaði.
Það er því ekkert skemmtilegt ástand á okkar bæ. Vona nú samt að ég komist á lappir á morgun og í vinnuna... Það á svo illa við mig að vera svona heima og gera ekki neitt allan daginn, það gjörsamlega dregur úr mér allan kraft!!!!
Segjum þetta gott í bili.
Over and out

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna, það er aldeilis ástand á heimilinu. Vonandi farið þið nú að hrista þetta af ykkur.
Knús og batakveðjur.
Gengið í Álfkonuhvarfi

laugardagur, mars 15, 2008 2:22:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home