mánudagur, mars 17, 2008

Slímeyrað mitt

Já sæll
Þá er LÆKNADAGURINN mikli búinn.... Dagurinn byrjaði á því að skutla Kriss í leikskólann og við Oliver brunuðum saman í vinnuna til mín, Oliver fékk að vera smá stund með mömmu sinni í vinnunni svo brunuðum við og kíktum á hann Dr. Tryggva sem er í Domus Medica (gefum honum mjög góð meðmæli, læknir að mínu skapi, húmorist og flottur doksi). En Tryggva leist svona vel á Oliver sagði að eflaust hefði hann fengið í lungun í framhaldi af Influencunni (svo Oliver er smitberinn inn á heimilið) og sagði hann okkur að Oliver væri bara flottur ungur strákur en sagði að hann yrði já alveg góðar 2 vikur að ná upp fyrri styrk og þrótti á íþróttaæfingum svo nú er bara að sýna smá þolinmæði (vá eins og það sé mikið af henni til á mínu heimili). Eftir Doksann þá fórum við heim með Oliver og ég hélt áfram að vinna. Næst á dagskrá þá var það að skella sér til Einars Ólafs sem við mælum að sjálfsögðu líka með kíkti fyrst á SLÍMEYRAÐ mitt sem já ótrúlegt en satt er nýlega búinn að fá rör en vitir menn hann er komin með SLÍM í eyrað er þetta hægt??? Það góða við þetta allt saman er að Oliver er búinn að vera á "killer" sýklalyfjum og með rör svo slímið á að leka allt út!!!! Bara hið besta mál. En Einar náði að veiða eitthvað skemmtilegt úr eyranu á honum sem átti ekki að vera þar!!! Ef allt gengur vel þá eigum við ekki að koma til hans næst fyrr en í haust (vá ég lifi alveg í voninni en Oliver hefur alveg látið mig vita þegar hann finnur eitthvað vera að leka út úr eyranu á sér).... Gaman að því. Einar skoðaði að sjálfsögðu líka eyrun á Kriss mínum sem voru bara ágæt miðað við aldur og fyrri störf en við ætlum ekkert að gera í Kriss þó svo hann sé að fá þessar eyrnabólgur svona reglulega NEI ætlum að bíða og sjá þar sem það virðist allt gums leka út hjá honum og engin vökvi/slím að stoppa í miðeyranu á honum!!!! Já ég veit skemmtilegt að heyra þetta ha!
En svona er þetta bara þegar maður á eyrnabörn. En mér finnst samt mjög áhugavert að skoða eyrun eða já inn í eyrun á þeim á skjánum hjá honum Einari (er farin að þekkja suma hluti, hver veit kannski verð ég bara eyrnasérfræðingur með þessu framhaldi).....
Annars er orkan ekki öll kominn hjá honum Kriss mínum okkar maður kom heim, lagðist uppí sófa með sæng og sofnaði (fékk sér ekki kvöldmat) sem betur fer drakk hann kókómjólk á leiðinni heim úr búðinni (það er betra en ekki neitt :-)))))) á hann pottþétt eftir að sofa þangað til á morgun og svo verður morgundagurinn eflaust erfiður fyrir alla þar sem Oliver fer á Karateæfingu og Kriss á fótbolta æfingu á morgun....
Jæja segjum þetta gott af Doksafréttum í bili...
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home