fimmtudagur, apríl 10, 2008

Vikan hálfnuð !!!!!!!!!!!

Well þá eigum við bara eftir að vakna í 2 daga spáði í því, vikan líður ekkert smá hratt sem betur fer :-))))))))))))))))
Það er búið að vera alveg nóg að gera hjá okkur, Oliver stendur sig eins og hetja að muna eftir ljósnum (svaka duglegur). Fór þangað á mánudaginn!!! Einmitt á leiðinni úr ljósum og heim til Kristínar þá datt Viggó Viðutan ofan í skító kom því VEL BLAUTUR heim til Kristínar (þessi elska).
Í gærmorgun tilkynnti Oliver það að það væri bekkjarkvöld um kvöldið (góður fyrirvari ha), og ég bara já já eiga foreldrara að mæta og jú jú þeir áttu að mæta!! Svo jú ég sagði ekkert mál verðum í bandi eftir skóla/vinnu og ég hitti þig áður en kvöldið byrjar. Jú jú svo hringi ég í hann eftir skóla þá kom næsta "æji já hey mamma maður á að koma með eitthvað, ég gleymdi alltaf miðanum í skólanum" "já þú átt að koma með eitthvað sem var fundið upp í Evrópu á miðöldum". Vá þetta setti mig á GAT ég var gjörsamlega LOST ég er að tala um það var sko ekki neitt sem mér datt í hug, var alveg LOST. Jæja svo ég hringdi í hann Oliver eina ferðina enn var á leiðinni heim úr vinnunni þá sagði hann "æji já foreldrar eiga að mæta klukkan 17:30 svo ég ætla bara að labba með Flóka og Gústa upp í skóla" allt í góðu! Ég spyr hann aftur út í hvað ætti eiginlega að koma með, "já sko Flóki kemur með baunir sem voru fundnar upp í Egyptalandi og Gústi eitthvað kjöt frá Mexíkó". Shit nú var ég fyrst komin í verulegan vanda, svo ég sagði Oliver minn ég hendist í Hagkaup hlýt að finna eitthvað þar frá Miðöldum og kaupi eitthvað handa þér að drekka, sjáumst svo upp í skóla. Dí svo fór ég í Hagkaup og labbaði búðina mörgum sinnum á enda og eins oft tilbaka, var gjörsamleg úti á þekju, ákvað svo að kaupa bara kanelsnúða það borða það allir og þeir voru danskir (frá Evrópu en ekki fundir samt upp á Miðöld). Jú jú svo mæti ég upp í skóla þá voru sko allir með bara Snakk í skálum, pizzur, ávexti, grænmeti ídýfur og eitthvað svona easy going. Já ég hefði klárlega átt að hafa meira fyrir þessu ekki satt???????? Gat ekki annað en hlegið yfir stressinu í mér og Oliver varðandi mat frá Miðöldum.....
En á meðan á bekkjarkvöldinu stóð tók Andrea mig á eintal til að segja mér hversu vel gefin hann sonur MINN væri, hann væri svo duglegur, klár, þroskaður, ábyrgur og hann ætti svo auðvelt með að læra og ætti svo fína vin og svona hélt þetta endalaust áfram (ég brosti alla hringinn því hann er jú sonur MINN og ekki vorum við í foreldraviðtali). Nei hún Andrea vildi bara láta mig vita af þessu því jú þessum greyjum er alltof sjaldan hrósað og Oliver átti alveg hrós skilið!!!!!! Montrassinn ég labbaði út BROSANDI ALLAN HRINGINN.....
Í dag voru það svo bara róleg heit og verða það eflaust á morgun og föstudaginn líka. Vona það alla vegana...
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Pen Drive, I hope you enjoy. The address is http://pen-drive-brasil.blogspot.com. A hug.

föstudagur, apríl 11, 2008 10:52:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home