miðvikudagur, mars 26, 2008

Dr. Saxi

Well well well
þá fékk ég tíma fyrir Oliver hjá einhverjum Húðlækni á morgun!!! Hringdi í morgun og jú hún átti engan tíma lausan fyrr en 9.apríl, svo mín var náttúrulega fljót að svar að það hentaði engan veginn þar sem þá væru útbrotin pottþétt ÖLL farin af honum og jú vitir menn þá átti hún bara tíma á morgun!!! Förum á morgun eftir blakæfingu og fyrir karateæfingu. Passaði ákkúrat allt.
Verður gaman að heyra hvað Doksinn segir....
En ég get nú sagt ykkur að töframeðalið hennar ömmu er eitthvað að virka....
En auðvita þurfum við að vita hvað er að hrjá hann og er eitthvað sem við getum gert heima til að passa hann!! Ekkert gott að geta ekki farið í heitan pott eða almennilegt bað af því manni svíði svo, hvað þá að vera allur út í einhverjum rauðum flekkjum (sum staðar eru komin sár")....
Læt vita á morgun hvað Doktor Saxi segir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home