miðvikudagur, mars 26, 2008

Nammi nammi slurp slurp

Namm hvað við fengum góðan mat í gær hjá Löngu og Langa. Ákkúrat sem okkur þykir svo gott!!! Gúllas og kartöflumús (held ég þurfi að fara að læra að búa til svoleiðis handa okkur Oliver, ekkert að marka Kriss sem borðar bara bakaða kartöflu) ég er að tala um að ég borðaði svo mikið að ég hafði ekki list á eftirrétt!!! Það sem meira er við fengum okkur bara popp með nýja íslenska þættinum þurftum ekkert meira að borða í gær svo vel borðuðum við hjá þeim!!!! Fékk Löngu til að kíkja á Oliver sem er allur útsteyptur í ofnæmi (eða ég tel að þetta sé ofnæmi) og auðvita átti Langa "Penzim" sem ég á að maka á hann Oliver á fullu (sáum alveg mun á Oliver í morgun á þeim svæðum sem Langa setti á í gær). Svo ætla ég að skipt út Ariel þvottaefninu og athuga hvort það sé eitrið!!! Annars held ég að ég þurfi bara líka að panta tíma hjá húðsjúkdómalækni, já hann Oliver minn er að brillera þessa dagana hvað lækna varðar!!!!!
Við vorum sem sagt hjá Löngu og Langa fram eftir svo var brunað heim til að horfa á "Mannaveiðar" já og vitið þið hvað ég varð bara fyrir vonbrigðum, fannst þetta ekkert spennandi og ekkert gerast allan þáttinn. Veit ekki kannski er maður of mikið að miða við "Pressu" eða kannski var bara bæði Press og Næturvaktin svo góðir þættir að maður einfaldlega gerir meiri kröfur. Hvaða djók var það að láta hann Gunnar "éta allan þáttinn" eða réttarmeinafræðinginn sem ég man ómögulega hvað heitir "reykja allan þáttinn". Æji ég veit það ekki gef þessu alveg annan séns þegar næsti þáttur verður sýndur en ef hann er jafn lélegur ætla ég ekki að sóa tímanum í þessa seríu!!!
Eftir mannaveiðar fylgdumst við Oliver spennt með Idol (vorum ekki alveg sátt, þegar við sáum hverjar voru í 3 neðstu sætunum og heldur ekki sátt þegar við sáum hver þeirra var send heim).... En við erum sko alveg LOST í Idol viljum ekki missa af þætti, enda er American Idol mun skemmtilegra en íslenska Idolið!!!!
Eftir TV maraþonið var farið í bælið að sofa. Við Kriss drifum okkur svo á fætur í morgun, þó svo Kriss hafi engan veginn nennti því (talaði um það að þetta væri ekki sanngjarnt að Oliver væri í fríi og ekki hann)... Eins var hann svo vissum að hann væri veikur að hann ætlaði ekkert að skella sér í skólann (en bæði Langa og Löngu fannst Kriss heitur og druslulegur í gær en HEY við höfum ekki tíma í meiri veikindi strax).... Við erum alveg búinn með okkar kvóta í bili...
Annars áttum við bara æðislega páska í bænum, hefðum ekki viljað hafa þá öðruvísi þetta var mikið og fínt frí! Svo er já bara að bíða eftir næsta fríi fáum einn dag í apríl, 2 daga í maí, 1 dag í júní og í júlí byrjar Kriss í sumarfríi og ég í ágúst.. Þetta á eftir að líða hraðar en við gerum okkur grein fyrir.
Segjum þetta gott af okkur í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home