fimmtudagur, mars 27, 2008

Dr. Saxi heitir Bárður

Góða kvöldið,
Þá er búið að fara með Unglinginn til Doksa og jú jú okkar maður er með "barnaofnæmi". Eitthvað sem kemur bara hjá sumum börnum, sum fá þetta nýfædd, nokkra mánaða, nokkra ára eða eins og Oliver á Unglingsaldri. En hann sagði okkur nú fína latneska heitið á sjúkdómnum en ég ætla ekki að reyna að hafa það eftir...... Við vorum leyst út með STÓRRI dollu af kremi sem á að maka á Unglinginn og svo byrjar hann í ljósum eftir helgina. Einnig lét hann Oliver vita af því að hann væri með þurra húð og þyrfti því að vera duglegur í framtíðinni að bera á sig RAKAKREM. Eftir doksann fórum við niður og pöntuðum tíma í ljósum og svo var það bara að skutlast á æfingu. Meðan Oliver var á æfingu fór ég að versla krem og það sem þurfti.
Kriss fékk far með Ömmu heim úr leikskólanum og var bara í róleg heitunum heima hjá henni meðan við Oliver vorum að vesenast enda hundleiðinlegt að vera að bíða á einhverjum biðstofum ef maður þarf þess ekki.....
Við ætlum svo að skella okkur í bíó aftur um helgina, en amma Dísa gaf okkur boðsmiða á bíó um helgina og þeir bræður vildu ólmir skella sér í bíó....
Annars ætlum við bara að vera mest í róleg heitum um helgina.
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Ritarinn, Læknavesenið og Stubbur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home