mánudagur, apríl 21, 2008

We are the champions my friend !!!!!

Góða kvöldið!!
Best við montum okkur aðeins meira, því hér á heimilinu býr Íslandsmeistari í blaki.... Góður !!!
En sem sagt dagurinn í dag fór allur svo að segja í BLAK, vorum mætt klukkan 10:30 í íþrótthúsið í Mosó og við fórum þaðan út klukkan 16:30 með eitt stk. Íslandsmeistara í farteskinu og að sjálfsögðu FLOTTA MEDALÍU!!!!! Strákarnir í liðinu hans Olivers stóðu sig ekkert smá vel, voru rosalega duglegir, stóðu sig eins og hetjur... Unnu fyrstu 2 leikina með MIKLUM mun svo kom að grýlunni (já ennþá sama grýlan og þegar ég var í blaki hér um árið Þróttur Nes) og það var gert jafntefli 1-1, svo var orðið ljóst að það yrðu HK og Þróttur NES sem myndu slást um úrslitin, fyrsta hrynuna unnu Þróttur NES með 1 stigi, og strákarnir ætluðu ekki að vera þekktir fyrir þetta svo þeir unnu aðra hrynuna með 3 stiga mun og þar af leiðandi sigurvegar í sínum flokki.... Ógeðslega flott hjá þeim og Oliver minn þvílíkt MONTINN.....
Við erum að tala um að drengurinn er búinn að vera síðan "Íslandsmeistara mega nú gera þetta" og svo kom spurningin, "hefur þú eða pabbi einhvern tíman orðið Íslandsmeistarar"?? Gaman þegar vel gengur og þá er líka allt í lagi að MONTA SIG. Svo ég sagði við Oliver "ég á son sem er Íslandsmeistari og það nægir mér alveg" svo montuðum við okkur bara bæði, svo Kriss bætti við "ég á stóran bróðir sem er Íslandsmeistari"!!! Já við urðum öll að njóta þess ;-)))))))) Kriss brosti alveg út að eyrum í bílnum á leiðinni heim þar sem hann fékk að halda á medalíunni, það var alveg nóg fyrir hann!
Amma ákvað að bjóða okkur í ísbíltúr í tilefni sigursins og svo tókum við bara Pizzu með fyrir strákana heim í kvöldmat!!! Já hvað gerir maður ekki fyrir Íslandsmeistara??? Ég bara spyr.
Var að reyna að hlaða inn myndum af mótinu en það gengur eitthvað illa, en ég get lofað ykkur því að það koma myndir.
Annars er mest fátt annað að frétta af okkur. Erum öll vel þreytt eftir langan dag í íþróttahúsinu!
segjum þetta gott af Monti í bili.
Over and out.
Íslandsmeistarinn, mamman og litli bróðirinn
E.S náði að setja myndirnar inn og eins og venjulega þá er bara að fara yfir fyrirsögnina þá komið þið inn í nýjustu myndinar, allt síðan í dag.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Gleðilegt sumar og til hamingju með Íslandsmeistarann! Ekkert smá flott. Við söknum þess að sjá ekki Kriss í boltanum á þriðjudögum.
Sjáumst!
Kveðja,
Elísabet, Vigfús, Ágústa Eir, Heimir Þór og Edda Ósk.

fimmtudagur, apríl 24, 2008 7:19:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home