sunnudagur, apríl 20, 2008

Nýjar myndir

Góða kvöldið
Setti inn nokkrar nýjar/gamlar myndir!! Þetta eru myndir aðallega úr afmælinu hans Olivers (bekkjarafmælinu þegar við skelltum okkur í Keilu með strákana í bekknum).. Getið eins og áður bara sett bendilinn yfir fyrirsögnina og komist þá beint í nýja albúmið.....
Annars erum bara búin að hafa það náðugt í vikunni, bloggum meira á morgun þar sem Oliver er að fara að keppa á Íslandsmeistaramótinu í blaki á morgun, sem betur fer var hringt núna áðan og tímanum frestað (það var mæting klukkan 08:30 upp í Mosó) en það er alveg búið að seinka því um 2 klst. Vá hvað ég er ánægð með það, við fáum þá að SOFA ÚT (eða sofa aðeins LENGUR)...
Látum heyra frá okkur á morgun.
Kv. Liðið í Tröllakór

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home