föstudagur, apríl 25, 2008

Það er komið SUMAR...

Já sæll
Kannski ekki alveg á Íslandi í dag, erum að tala um RIGNINGU en samt getum við ekkert kvartað yfir hitastiginu sem slíku!!! Erum að tala um að í hádeginu var "tveggja stafa tala"....
Vöknuðum í dag svona frekar snemma að okkar mælikvarða (þar sem í dag er frí), vorum ekkert að drífa okkur á fætur vorum bara lazy enda ekkert skipulag hjá okkur í dag. Förum svo framúr og fengum okkur saman morgunmat, eftir matinn var allt liðið sturtað!! Fórum svo í smá heimsókn til Kristínar og Co. drifum okkur svo í bæinn að finna sumardagsgjöf handa þeim bakkabræðrum. Það var ekki eins auðvelt og það átti að vera í upphafi, erum að tala um að Kriss bað um hlaupahjól og þar sem hann átti ekki nógu góðan hjálm þá fórum við fyrst að leita af hjálmi, fundum þennan líka fína hjálm. Þá hófst leitin af hlaupahjóli og við erum að tala um að þetta var orðið uppselt alls staðar, fundum á endanum hlauphjól í Hagkaup Miklagarði og þar var til 1 stk. Þá var Kriss farin að brosa út að eyrum :-)))))))))) Þá áttum við eftir að finna einhvern PS2 leik sem Oliver langaði svo í og ekki var sú leit AUÐVELD dúdda mía, fórum gjörsamlega út um allt að leita af honum og það var eins og að leita af nál í heystakk, ekki fannst leikurinn. Ætlum að halda leitinni áfram um helgina....
Eftir mikinn bæjardag ákváðum við að drífa okkur heim enda allir að KAFNA úr hungri þá kom næsta vesen hvað áttum við að hafa í matinn og ekki gátum við verið sammála um það, enduðum á að taka Pizzu með okkur heim :-))))))))))) Eftir matinn átti að fara í það að setja hlaupahjólið og við erum að tala um að ég get það ekki !!!!! Amma ætlar að koma að hjálpa okkur við það á eftir, ég veit ég er STEIK....
Á morgun fer Kriss í pössun til Kristínar afmælisstelpu þar sem leikskólinn er lokaður. Kriss verður hjá þeim þangað til veislan hefst en við Oliver mætum í tertupartý eftir vinnu/skóla! Hlökkum geggjað til að fá TERTUR!!!
Um helgina á svo bara að slappa af og slefa, ekki gera neitt merkilegt nema eflaust fara út á hjóla/hlaupahjólið þ.e.a.s ef veður leyfir! Minnir að það sé svo fjölskylduhátið í leikskólanum á laugardaginn! Jú jú svo á að skella sér á bókasafnið þar sem Ormurinn er búinn að lesa allar bækurnar og vill endilega komast þangað að sækja nýjar bækur.
Jæja segjum þetta gott í bili úr rigningunni!
Kv. Liðið í Tröllakórnum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home