miðvikudagur, maí 07, 2008

Alltof langt síðan síðast.......

Dúdda mía hvað ritarinn er búinn að vera LATUR:....
Það er náttúrulega fullt búið að gerast síðan síðast, vorum bara í chillinu 1.maí þar sem það var frídagur, svo kom helgin (okkur finnst alltaf svo gott að sofa um helgar). Að vísu vaknaði Kriss á mjög svo ókristilegum tíma einn daginn já klukkan 07:40 svo mamma lata sagði bara nei nei Kriss sofum lengur og já okkar maður vaknaði ekki fyrr en 2 tímum seinna!!!! Já þetta er ekkert smá huggulegt þegar maður á svona svefnburkur.
Á laugardaginn fór ég á árshátíð svo Kriss var með ömmu (hittum hana og Kristínu í hádeginu hjá Löngu og Langa) og Oliver fór með Kristínu þá heim!!! Svo ég var alveg í vandræðum með hvað ég ætti að gera EIN í svona LANGAN tíma.... Svo þegar ég var orðin sæt og fín (klár fyrir árshátíðina) fékk ég Ömmu til að skutla mér í partýið og jú jú þetta var ágætis fjör. Kriss var í góðu yfirlæti hjá Ömmu og Reynsa, hringdi nú samt snemma heim á sunnudeginum og spurði mömmu sína hvort hann mætti ekki bara koma heim (var greinilega eitthvað farin að sakna mín)... Oliver kom ekki heim fyrr en seint um síðir enda var hann bara á chillinu með Kristínu og Co. alla daginn.
Á sunnudagskvöldið fengum við svo Ömmu í mat sem var bara notalegt.
Í gær mánudag var svo uppskeruhátið hjá Blakdeild HK og vitir menn haldið þið ekki að Oliver og Co. (Íslandsmeistararnir) hafi ekki verið leystir út með gjöf, fengu allir rosa fína íþróttatösku að sjálfsögðu merkta HK. Bara flott hjá þeim og þeir voru sko í bananastuði þegar ég sótti þá en við tókum Flóka og Gústa heim í leiðinni....
Svo ætlum við bara að hafa það huggulegt núna um helgina, kannski við skellum okkur í Keilu eða Bílasýninguna sem verður hérna út í Kór um helgina....
Við erum að skipuleggja sumarið en Oliver er búinn að skrá sig á smíðanámskeið hérna í Salaskóla (eina vikuna) svo ætlar hann að taka 2 námskeið í Golfi í sumar. Svo já ætlar hann að passa Kriss og fara með hann á sundnámskeiði (vá og þá er ég bara farin í sumarfrí). En planið er sem sagt að Kriss fari á sundnámskeið þarna í júlí (vonandi verður eitt námskeið frá 14 júlí til 1. ágúst en það kemur í ljós núna í lok maí þegar hægt verður að skrá á þau.
Ekki má svo gleyma aðalatriðinu, Kriss já litla barnið mitt er byrjaður á GULLDEILD, byrjaði á henni í gær!!! Bara flott hjá honum, þetta er fyrir stubbana sem eru að fara í skóla í haust, ógeðslega spennandi.....
Jæja ég ælta að fara henda Kriss í bælið.
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Ritarinn, Íslandsmeistarinn og Gulldrengurinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home