þriðjudagur, apríl 29, 2008

Ég HATA ketti !!!!!!!!!!!!!

Vá yndisleg helgi búinn..
Byrjuðum föstudaginn heima hjá Kristínu þar sem við vorum í afmæli á föstudagskvöldið, komum mjög seint heim og ákvað Kriss okkar að gista bara hjá Ömmu sinni um nóttina (bara huggó hjá okkur og þeim).
Laugardagurinn byrjaði vel, já ég ákvað að taka smá til á svölunum og taka meðal annars upp grillburstan sem allt í einu lág á svalagólfinu! Nú byrjar langa sagan!!! Ég lyfti hægt og rólega upp ábreiðslunni á grillinu og hvað sé ég ekki undir grillinu "jú eitthvað loðið og viðbjóðslegt kvikyndi" svo ég ÖSKRA í orðsins fyllstu, við það bregst kvikyndið við og hleypur inn í íbúðina mína, vá þá ÖSKRAÐI ég ENNÞÁ HÆRRA!!! Skipaði kvikyndinu út (við erum að tala um ferfætt viðbjóðslega feitt og ógeðslegt kvikyndi). Oliver greyjið kom með ekkert smá myglaður fram vildi fá að vita hvað væri eiginlega að gerast "þvílík voru ÓPIN í mér". Jú jú þá var kvikyndið ógeðslega á bak á burt.. Það alveg hlakkaði í mér, " já hahahaha hingað kæmi kvikyndið ALDREI ALDREI AFTUR" myndi ekki þola frekari óhljóð!!!
Við förum eftir lætin á fjölskyldudag í leikskólanum og vorum úti að leika í langan tíma og kíktum svo í kökur (annan í afmæli til Kristínar). Fórum svo heim vel þreytt eftir mikinn úti dag. Svo fór restin af laugardeginum bara í afslöppun og já enn hlakkaði í mér þar sem kötturinn væri pottþétt dauður úr hræðslu af klikkuðu kerlingunni sem öskraði svona svakalega.
Svo á sunnudaginn fórum við að fá nýtt hlaupahjól fyrir Kriss þar sem hitt var gallað! Svo ákváðu strákarnir að vera úti að leika sér á hjóli & hlaupahjóli meðan ég skrapp í heimsókn! Já já allt í góðu svo fór ég heim þar sem kellan ætlaði að henda mat á grillið, ég ákvað að drífa mig á undan og byrja að kynda upp í grillinu... Jú jú ég enn pínu hræddi við Kvikyndið tékkaði undir grillið (ætlaði ekki að láta mér bregða aftur) jú jú ekkert kvikyndi undir grillinu svo ég held salla róleg áfram að taka ábreiðuna af, NEI hvað sé ég ekki KVIKYNDIÐ pollrólegt ofan á grillinu og ég held ég hafi ÖSKRAÐ hærra en nokkru sinni fyrr!!!!!! Hljóp inn og sagði Oliver að fara að taka ábreiðuna af grillinu (stjórnaði aðgerðinni allri að innan) GÓÐ!!!! Svo var ég alveg brjáluð eftir að ég var búinn að kynda upp í grillinu og labbaði hér í númer 12 og ætlaði að finna út hver væri með þetta helv.... kvikyndi á sínum snærum!!! Enginn kannaðist náttúrulega við það, en ég sé að kvikyndið bara gengur hér eftir svalarhandriðinu og kemst ekki upp né niður sem segir mér aðeins eitt að kvikyndið býr á minni hæð!!!! Ég er að spá í að OLÍU bera hjá mér handriðið og sjá þegar kvikyndið fellur til jarðar (ha hahahahahah). En sagan endalausa er náttúrulega ekki búinn, NEI kvikyndið reyndi að komast inn á svalirnar mínar seint í gærkvöldi en NEI ég sá það og hljóp í hurðinn og KVÆSTI á hann svo hann hljóp í burtu HA HA ég hafði betur í EITT skipti af ÞREM!!!!! En hér eftir verður ekki sett ábreiðsla á grillið, NEI ég ætla ekki að búa til samastað fyrir þetta ógeðslega kvikyndi (ég hef svona án alls gríns mestar áhyggjur af því núna, hvar ætli kvikyndið geri stykkin sín?? langar held ég ekki að fá að heyra svarið)....
En helgin var sem sagt í alla staði góð, ég hefði eiginlega átt að hafa falda myndavél hérna heima hjá mér bara fyrir ykkur hin að njóta þess að heyra í mér óhljóðin....
Á morgun er svo Beltapróf hjá Oliver í Karate, svo já við verðum ekki alveg aðgerðarlaus.
Kriss vill svo að við drífum okkur í því að versla á hann hlífar svo hann meiði sig ekki meira á hlaupahjólin (já greyjið hann er hrakfallabálkur eins og fleiri í hans fjölskyldu, nefni engin nöfn).
Svo er leynivina vika í vinnunni og ég fékk geggjað ljóð (um skvettuna mig bara gaman að því).
Segjum þetta gott í dag....
Kv. Ég, Karatemeistrinn og Hrakfallabálkurinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home