fimmtudagur, júní 12, 2008

Allt að gerast.....

Well well well...
Þá er sko allt að gerast, já alveg að fara að koma helgi, YES :-)))))))
Oliver er bara búinn að vera á golfnámskeiðinu alveg á fullu þessa vikuna og ekkert smá ánægður með það, finnst geggjað gaman og rosalega ánægður með allt varðandi námskeiðið sem er sko bara hið besta mál. Hann er líka búinn að fara út öll kvöld að slá kúlur sem er bara hið besta mál, og tekur Kriss með sér.
Í gær kom svo Diddi Dísel og fór með þá á Krossarann, Kriss var sko í skýjunum með þetta var sko tilbúinn í dressinu (komin í skóna og hjálminn) þegar Diddinn mætti á svæðið. Svo fóru þeir karlarnir eitthvað saman að leika sér, því miður vantaði einhverja skrúfu til að keyra niður kraftinn í hjólinu svo Kriss komst því miður ekki eins margar ferðir og hann langaði að fara. En vá hvað þeir skemmtu sér vel, komu heim með BROS allan hringinn, voru í skýjunum með þetta og nú gerir Kriss bara ráð fyrir því að Diddi komi á hverjum degi að leika við hann. Já bara eins og hann eigi sér ekkert annað líf :-)))) En Diddi ætlar sem sagt að redda þessari skrúfu svo hægt sé að minnka kraftinn í hjólinu fyrir Kriss og þá getur okkar maður sko farið að leika sér. Oliver lék sér bara á hjólinu í staðinn FULLT í gær þar sem hann ræður alveg við hraðann....
Svo gerðist nú annað rosalega skemmtilegt í gær ég fann golfsett sem Kriss getur notað, einhverjar gamlar kylfur frá honum Oliver og minn maður ekkert smá ánægður með það, spurði mig hvort ég ætti ekki til kerru fyrir þá líka :-) "Já sæll".... Hann ákvað svo að þeir bræður gætu þá bara farið saman með sitt hvort golfsettið að slá í kúlur en halló klukkan var orðinn tæplega 21 svo ég sagði bara nú er það sturta og svo bælið!!!! Minn maður sætti sig nú alveg við það enda vel þreyttur eftir daginn......
Í dag er svo aldrei að vita hvað við gerum, geri samt ráð fyrir sundferð ef veðrið helst svona gott....
Segjum þetta gott af Golfsnillingnum, Krossaradrengum og Mömmunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home