Enn ein helgin búin
Góða kvöldið,
Þá er sko langt síðan við pikkuðum inn síðast svona vægt til orða tekið. Oliver snillingur er búinn að vera á Golfnámskeiði númer 2 núna þessa vikuna og hefur skemmt sér svona líka vel, ekkert smá ánægður með golfnámskeiðin sem hann hefur farið á. Hann hefur sem sagt stundað það þessa vikuna að sofa út og vel það og farið svo á golfnámskeiðið. Fór á 2 Blikaleiki ef ég man rétt og lék bæði við strákana í KÓSK og hérna uppfrá nóg að gera hjá okkar manni. Kriss hefur svo bara verið í leikskólanum (sem hann nota bene er kominn með alveg nóg af). Nema á föstudaginn þá var sko RÆS eldsnemma já klukkan 06 þeir bræður fóru þá með Reynsa frænda á bæði fimleikaæfingu og í Sporthúsið að leika sér, ekkert smá mikið stuð og þeir skemmtu sér báðir Konunglega. Kriss var alveg í skýjunum með þetta allt saman fór ekki í leikskólann fyrr en rétt fyrir 11. En þetta var bara æðislegt og þeir báðir búnir að tala þvílíkt mikið um þetta. Sem sagt vikan endaði ekkert smá vel. Svo í gær laugardag fór Kriss með Kristínu og Co í dagsferð í Þrastarskóg og skemmti hann sér rosalega vel þar, við Oliver vorum bara í róleg heitunum og borðuðum með Ömmu í gærkvöldi. Bara rólegur laugardagur hjá okkur hinum.
Í morgun sunnudag var sko SOFIÐ ÚT við vorum öll greinilega vel þreytt!!!!! Þegar við svo loksins vöknuðum fengum við Kriss okkur að borða já og Oliver svaf áfram!!! Svo ákváðum við að í dag yrði loksins hinn margrómaði Ömmukjúlli í kvöldmatinn, svo við Kriss undir bjuggum hann og ákváðum svo þar sem veðrið var svo fínt fyrir hádegi að við myndum bara fara með matinn yfir til ömmu og borða úti á palli hjá henni!!! Þegar Oliver loksins dreif sig á fætur var farið smá stund til Ömmu í heimsókn svo fóru þeir bræður í afmæli hjá Óla Birni. Eftir afmælið var farið í róleg heit á pallinn hjá Ömmu svo borðuðum við úti, vá hvað það var æðislegt :-))) Eftir matinn var hann Kriss okkar orðinn vel þreyttur svo við fórum heim með hann og beint í bælið!! Oliver ætlar hins vegar að vaka lengur þar sem hann er í fríi á morgun, ætlar samt eitthvað að skemmta sér með Reynsa frænda á morgun :-)))
Segjum þetta gott í bili...
Over and out.
Þá er sko langt síðan við pikkuðum inn síðast svona vægt til orða tekið. Oliver snillingur er búinn að vera á Golfnámskeiði númer 2 núna þessa vikuna og hefur skemmt sér svona líka vel, ekkert smá ánægður með golfnámskeiðin sem hann hefur farið á. Hann hefur sem sagt stundað það þessa vikuna að sofa út og vel það og farið svo á golfnámskeiðið. Fór á 2 Blikaleiki ef ég man rétt og lék bæði við strákana í KÓSK og hérna uppfrá nóg að gera hjá okkar manni. Kriss hefur svo bara verið í leikskólanum (sem hann nota bene er kominn með alveg nóg af). Nema á föstudaginn þá var sko RÆS eldsnemma já klukkan 06 þeir bræður fóru þá með Reynsa frænda á bæði fimleikaæfingu og í Sporthúsið að leika sér, ekkert smá mikið stuð og þeir skemmtu sér báðir Konunglega. Kriss var alveg í skýjunum með þetta allt saman fór ekki í leikskólann fyrr en rétt fyrir 11. En þetta var bara æðislegt og þeir báðir búnir að tala þvílíkt mikið um þetta. Sem sagt vikan endaði ekkert smá vel. Svo í gær laugardag fór Kriss með Kristínu og Co í dagsferð í Þrastarskóg og skemmti hann sér rosalega vel þar, við Oliver vorum bara í róleg heitunum og borðuðum með Ömmu í gærkvöldi. Bara rólegur laugardagur hjá okkur hinum.
Í morgun sunnudag var sko SOFIÐ ÚT við vorum öll greinilega vel þreytt!!!!! Þegar við svo loksins vöknuðum fengum við Kriss okkur að borða já og Oliver svaf áfram!!! Svo ákváðum við að í dag yrði loksins hinn margrómaði Ömmukjúlli í kvöldmatinn, svo við Kriss undir bjuggum hann og ákváðum svo þar sem veðrið var svo fínt fyrir hádegi að við myndum bara fara með matinn yfir til ömmu og borða úti á palli hjá henni!!! Þegar Oliver loksins dreif sig á fætur var farið smá stund til Ömmu í heimsókn svo fóru þeir bræður í afmæli hjá Óla Birni. Eftir afmælið var farið í róleg heit á pallinn hjá Ömmu svo borðuðum við úti, vá hvað það var æðislegt :-))) Eftir matinn var hann Kriss okkar orðinn vel þreyttur svo við fórum heim með hann og beint í bælið!! Oliver ætlar hins vegar að vaka lengur þar sem hann er í fríi á morgun, ætlar samt eitthvað að skemmta sér með Reynsa frænda á morgun :-)))
Segjum þetta gott í bili...
Over and out.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home