mánudagur, júní 23, 2008

Helgin búin :-((

Góða kvöldið gott fólk,
þá er enn ein helgin búin hjá okkur!!! Hefðum alveg viljað hafa þessa TÖLUVERT lengri þar sem það var svo gott veður en svona er þetta bara stundum, allt tekur víst enda!!!!
Í gær laugardag þá drifum við Kriss okkur í sund og hann fór einn margar margar ferðir í rennibrautina bara stuð á bænum. Fórum svo glor soltin heim og vöktum Oliver, hringdum í Löngu og Langa til að athuga hvort það væru ekki einhverjir þar í heimsókn og hvort það væri ekki alveg örugglega til eitthvað gott að borða hjá þeim!!! Jú jú fullt til hjá þeim svo við drifum okkur uppeftir..Þar voru komnar Íris með Orra og Elín með Leu fyrir utan alla hina... Óskar var á fullu í pallasmíðum og fékk þá bræður í það að hjálpa sér að saga og negla sem var hið besta mál... Við sátum úti hjá þeim í rosa góðu veðri.. Fórum svo seint heim (eða þannig komum við í búð að versla í matinn svo við gætum grillað)... En Kriss var búinn að leggja inn pöntun fyrir grilluðum "sykurpúðum". Og ekki klikkar maður þegar lögð er inn beiðni.. Við buðum síðan Ömmu í mat til okkar og þegar við vorum nýbúinn að borða komum Kristín og Co. til okkar svo allir stubbarnir fengu grillaðan banana með súkkulaði, ís og grillaða sykurpúða bara gaman... Það var því farið frekar SEINT að sofa í gær.
Í morgun vöknuðum við, við það að Amma var að hringja og láta okkur vita að hún ætlaði að skella sér í sund þar sem veðrið væri svo rosalega gott!!! Við hentumst þá ÖLL á fætur og út í sundlaug, hittum þar Ömmu og stuttu á eftir okkur komu Kristín og Co. eftir sundið fórum við öll til Kristínar (amma stoppaði að vísu í bakarínu á leiðinni til Kristínar). Þar settumst við svo út í garð og höfðum það notalegt... Drifum okkur svo heim hentum pylsum á grillið og svo út að hjóla, bara hið besta mál... Fórum á róló og allskonar skemmtilegt. Komum heim settum Kriss í bað (vel skítugur eftir daginn) og svo í bælið... Oliver þarf líka að fara að sofa í fyrra fallinu þar sem hann er að fara á smíðanámskeið í fyrramálið og verður þar allan daginn....
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili...
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home