mánudagur, júlí 21, 2008

Blikar að rústa ÍA "6-1"

Well well well
þá er heil vika síðan síðast var PIKKAÐ eitthvað inn....
En fullt búið að gerast síðan þá, já bara allskonar búið að vera að gerast í okkar lífi, Kriss búinn að vera HEILA VIKU í fríi sem er nú bara frábært fyrir hann. Þeir bræður búnir að njóta þess að SOFA út ég er að tala um að vakna um klukkan 11 á morgnanna er það síðan eðlilegt???? Vikan fór mest megnis í chill, Oliver ætlaði á körfuboltanámskeið en hann var sem sagt eini þáttakandinn svo hann hætti við það!!! Þeir fóru með Reynsa í Maríuhellana og ýmislegt fleira skemmtilegt í þessari viku, vikan leið hratt hjá þeim en mjög svo hægt hjá mér í vinnunni....
Á föstudaginn fórum við með Oliver í klippingu á Supernova og kom hann út með RISA STÓRT bros enda með unglingaklippingu, geggjað coolaður. Ekkert smá ánægður með klippinguna. Við Oliver kíktum þá einn hring í Smáró en versluðum ekki neitt.
Í gær laugardag var svo ákveðið að halda upp á afmælið hans Afa loksins enda pallinn svo að segja tilbúinn hjá þeim, það var ekkert smá flott veisla ég er að tala um að borðstofuborðið svingaði undan kræsingunum, og mættu þar bara flest allir svaka gaman og mikið stuð!!! Kriss fékk svo að fara heim með Kristínu og Co. að prufa tjaldið okkar en þau voru búin að tjalda því út í garði hjá sér (á leiðinni heim talaði Kriss um að fara í útilegu og kaupa dýnur og svefnpoka fyrir okkur) JÁ SÆLL.... Við komum svo rosalega seint heim að það var bara TV gláp og svo allir að sofa...
Í dag sunnudag áttum við von á sól og bongóblíðu en NEI það var ekki upp á teningnum (við vorum búin að ákveða sundferð og alles) en NEI í staðinn sváfu þeir bræður til rúmlega 11 þá fengu þeir sér morgunmat (þegar flestir aðrir voru farnir að huga að hádegismat)... Við ákváðum svo bara að rölta inn í Guðmundarlund og leika okkur aðeins þar fundum nokkur berjalyng og smökkuðum á krækiberum (vá hvað verður stutt fyrir okkur in the future að fara í berjamó, röltum bara í það, ekkert keyra lengst út á land til þess)... hahahahah hehehehe..
Eftir langa göngutúrinn vorum við öll þreytt og löt enda farið að rigna og hvessa mikið svo við fórum heim þar sem þeir bræður horfðu á mynd og léku sér svo (spiluðu, púsluðu og léku sér í golfi á svölunum).... Svo erum við bara búinn að vera í RÓLEG HEITUNUM sem er líka bara svo ljúft...
Á morgun byrjar svo Kriss á sundnámskeiðinu sínu, sem hann hlakkar mikið til að skella sér á svo er hann líka búinn að eignast vin í næstu íbúð við ömmu svo hann ætlar að fara á sundnámskeið og svo að leika við Daníel. Verður stuð hjá honum, Oliver hefur ekki ákveðið hvort hann nenni að gera aðra tilraun við Körfuboltanámskeiðið en það kemur í ljós í fyrramálið fer eftir því hvort hann nenni á fætur eða ekki....
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home