laugardagur, ágúst 09, 2008

Loksins kemur blogg og kominn Ágúst

Góðan daginn
Þá er komin ágúst mánður og Kriss okkar verður bráðum 6 ára, vá hvað hann hlakkar mikið til og talar mikið um það að hann eigi bráðum AFMÆLI.... Sæll
Enda mikið að gerast í hans lífi, kominn með lausa tönn, að fara að byrja í ALVÖRU skóla og allt að gerast. Við erum búinn að versla nánast allt fyrir skólann fyrir þá báða og það hefur honum Kriss mínum bara ekki þótt leiðinlegt, fékk að velja sér alveg sjálfur pennaveski og það var sko sport út af fyrir sig. Ætlum líka að kíkja í H&M með skólaföt svo þeir fái nú eitthvað nýtt áður en skólinn byrjar, enda styttist óðfluga í það... Fyrst er það skólinn svo AFMÆLI ekki leiðinlegt það en við erum búinn að vera að kíkja á hvað hægt er að gefa honum í afmælisgjöf, en það gengur frekar erfiðlega að finna eitthvað sem hann langar í (já ótrúlegt en satt)...
Annars erum við búinn að vera bara í útlandinu og hafa það gott, byrjuðum í Lúx gistum þar í 2 nætur og keyrðum svo in the middle of nowhere já gistum eina nótt í bæ sem heitir Weeze og í þeim bæ er ákkúrat ekki neitt bara 2 matvörubúðir, þaðan fórum við já til Klevear (held þetta sé rétt skrifað) og dúdda mía þar var fullt af búðum en þar var mest selt Biblíuhlutir, þar sem þessi bær er svona kirkju/biblíubær, þar voru messu 24/7 og alltaf eitthvað að gerast á götum bæjarins líka er varðaði þetta kirkjulega starf, og ekki má gleyma því að meðalaldur bæjarbúa var í kringum 76 ára. hahahah hehehhehe. Við gátum eitthvað skoðað þar sitt lítið af hverju en þetta var alveg orðið ágæt þegar við vorum búinn að eyða 3 dögum í bænum (en við vorum þar meðan Bjarni var að vinna).... Nú erum við hins vegar komin til Nurnberg veit ekki hvað við verðum hérna marga daga eða lengi en ég kemst alla vegana í H&M hér í þessum bæ og það hjálpar alveg FULLT. Svo er náttúrulega stefnan tekinn á að skella sér í tívolí og dýragarð.
Man ekki hvort það hafi nokkuð svaka merkilegt gerst hérna hjá okkur síðustu daga sem ég gleymi að segja frá en ef svo er þá bara uppdeita ég ykkur later.
Kv. Familían í útlandinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home