laugardagur, ágúst 02, 2008

Vú hú júlí búinn og aftur komin helgi.

Well well well
Hvað tíminn líður hratt það er ekkert venjulegt, við erum að tala um að það er kominn ágúst og ekki er það nú leiðinlegur mánuður, Prinsinn á heimilinu elskar ágúst og hlakkar mikið til að fá að verða LOKSINS 6 ára, já það getur verið erfitt að bíða eftir afmælinu sínu :-))))
En prinsinn er sem sagt búinn að vera á sundnámskeiði og stóð sig eins og hetja er bara orðinn syndur sem selur, hættur að nota kúta nema hvað fer allt kútalaus (bara verst hvað hann er kaldur hann lætur sig alveg gossa í djúpu laugina kútalaus)... Hann skemmti sér bara vel á sundnámskeiðinu þó svo að hann hafi kunnað allt (að eigin sögn). Þessa vikuna var smá púsluspil í gangi Oliver var heima með Kriss einhverja daga, hann fór á róló 3 sinnum (2 sinnum með Heimi Þór vini sínum og einu sinni bara einn ) skemmti sér stór vel þar, því vinur hans Arnar og bróðir hans Bjarni voru líka á róló (voru alla 3 dagana einhverjir krakkar úr Arnarsmáranum svo hann þekkti alltaf einhverja á róló)... Á föstudaginn þá var hann hins vegar bara heima með Oliver og Reynsa. Gekk þetta lygilega vel fyrir sig það var aðeins einn daginn sem var eitthvað smá vesen á þeim en það lagaðist nú mjög fljótt. Sem er sko bara hið besta mál.
Unglingurinn er búinn að vera að leika sér út í eitt þessa vikuna, hefur mest lítið sést heima eftir hádegið búinn að vera úti að leika langt fram eftir kvöldi, sem er sko bara hið besta mál enda veðrið búið að vera alveg æðislegt. Hann var nú samt með bróðir sínum og Reynsa á föstudaginn, fór að ganga hérna inn í Heiðmörk, á bókasafnið, Sporthúsið og bara leika sér. Bara gaman hjá þeim.
Í gærkvöldi bauð amma okkur svo í mat þar sem strákarnir voru þar þegar ég LOKSINS komst heim úr vinnunni (frekar erfitt að komast út á föstudegi, hvað þá 1.ágúst)
Í dag virðast allir ætl að sofa út sem er líka bara fínt, við kvörtum aldrei yfir því, finnst bara æðislegt ef þeir meika að sofa út..
Látum heyra frá okkur meira eftir helgina, því um helgina á að slappa af....
Segjum þetta gott...
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home