þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Audi safnið var það heillin :-)))))

Well well well
best að notfæra sér það meðan maður kemst online að BLOGGA. Í gær vorum við bara lazy vorum í Nurnberg að chilla, Oliver að hjóla út um allt og krakkarnir að leika við Kriss. Kíktum svo að lokum í góðan bíltúr. Veðrið var mjög fínt við vorum mikið úti að leika, Oliver geggjað duglegur að hjóla á hjólinu sem við væntanlega tökum heim (já fyrir mig, svo við getum farið saman í hjólatúr familían)... Gaman að því.
En í dag var vaknað frekar tidligt og við skelltum okkur í langan bíltúr til að kíkja á "Audi" safnið, þar skemmtu þeir feðgar sér rosalega vel við skoðuðum mikið og eyddum góðum tíma á safninu. Kíktum svo í Outlet sem var ekkert skemmtilegt að vísu gátu strákarnir leikið sér smá þar það var það eina sem fékkst upp úr þeirri ferð. Kíktum svo í annað stórt Mall og þar komst stelpan i smá verslunarfýling, verslaði mér buxur, vesti og jakkapeysu, fann smá af nærfötum á strákana en er það ekki alveg merkilegt ef hægt er að finna nærbrók þá er ekki til nærbolur í stíl. En við fundum eitthvað sem er betra en ekki neitt... Oliver leitaði sér mikið af skóm en þeir sem hann var að fýla feitt voru ekki til hans stærð svo við höldum bara áfram að leita af skóm fyrir hann. Svo var að sjálfsögðu fengið sér að borða og mikið skoðað. Í Mallinu voru fullt af búrum með allskonar eðlum í og ekki leiddist þeim bakkabræðrum að kíkja á það. Eftir langan dag var farið heim, nú er svo planið að keyra til Lúx í kvöld og gista þar í nótt og fara svo á morgun aftur til Weeze þar sem Bjarni byrjar að vinna aftur á fimmtudaginn. Við erum búinn að vera að kíkja á nágrennið og það gæti bara vel farið svo að við kíkjum í MíniGolf og risa LEIKSVÆÐI meðan karlinn er að vinna, við erum búinn að vera að skoða nágrennið. Við eigum pottþétt eftir að finna okkur eitthvað að gera. Svo í næsta fríi þá verður farið í eitthvað tívolí kannski www.phantasialand.de ef ykkur langar að kíkja á það.
Eins og þið sjáið er nóg að gera hjá okkur og svak stuð. Gaman á meðan okkur leiðist ekki :-)))
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Berglind og Gormarnir

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að þið skemmtið ykkur vel ég tala nú ekki um strákana bílaskoðun vá. Ganan að vera með pabba í nokkra daga . Bið að heilsa og þúsund kossar
amma Rósalind

miðvikudagur, ágúst 13, 2008 12:48:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home