sunnudagur, ágúst 10, 2008

Vú hú aftur BLOGG

Já sæll
Nú er bara alltaf verið að BLOGGA ha ha ha he he...
Loksins komst Molly í Mall og miðbæ, gat verslað eitthvað smá. En ég veit ég á eftir að valda nokkrum vonbrigðum, ég er að tala um að Molly verslaði ákkúrat ekki neitt á sjálfan sig :-(((( en við fundum nokkrar hettupeysur á Oliver það var það eina sem hann fílaði í H&M var ekki að fíla brækurnar eða boli þar inni sem er sko bara í lagi hann á nokkrar gallabuxur er ekki alveg fatalaus. Kriss var sko í essinu sínu í H&M nennti að máta alveg á fullu sem var sko bara snilldin ein, hann valdi 3 síðermaboli, 2 hettupeysur, 2 gallabuxur og ég held nú ekkert meira. Vorum búinn að kaupa smá sokka á þá en því miður var ekki til nærföt og sokkar í þessari H&M verslun, þannig ég hef sem sagt afsökun til að fara aðra H&M ferð :-))))))))) ekki á mér eftir að leiðast það :-))))))
Annars eyddum við sem sagt gærdeginum í Mallinu og miðbænum mjög fínt... Í dag fórum við hins vegar í Dýragarðinn, sem var bara ljúft eyddum öllum deginum í garðinu, veðrið var fínt sem gerði þetta mun skemmtilegra. Fórum á rosa flot sela/höfrungashow sem var bara æðislegt og vorum svo bara að chilla og skoða...
Veit ekki alveg hvert planið er fyrir morgundaginn en við eigum alla vegana eftir að skella okkur í Tívolí það er alveg á hreinu, svo bara chilla og skoða.. Oliver er á fullu að skoða sér freestyle hjól og Kriss að reyna að finna hugmyndir af afmælisgjöfum sem er ekki alveg að ganga. En vonandi á hann nú eftir að finna sér eitthvað. Ég ætla nú líka að komast svona einn dag að skoða fyrir mig gá hvort ég sjái nú ekki eitthvað handa mér :-)))))))))) Því ég get ekki verið þekkt fyrir það að versla lítið í útlöndum, það yrði verulegt shock fyrir mig :-))) En ég er samt ákveðin í því að versla mér bara eitthvað sem ég mun koma til með að nota (á nokkrar flíkur með verðmiðanum á, hef verið að fara með það í Rauðakross kassann, ekki mjög svo hagsýn so far, en kannski er stelpan að breytast)...
hver veit...
Segjum þetta gott í bili.
Kv. Frá okkur í útlandinu

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Það er greinilega nóg að gera hjá ykkur og gaman í útlandinu :) Við værum sko alveg til í að komast í H&M líka, ekki spurning. Ég fæ þig kannski bara til að kippa upp fyrir mig nokkrum hlutum þegar þú kemst í H&M þar sem eru nærföt (blikk, blikk ;) )
Vonum að þið hafið það rosa gott og góða skemmtun í Tívolíinu.
Knús og kram,
Elísabet

mánudagur, ágúst 11, 2008 4:11:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home