föstudagur, ágúst 29, 2008

Fullt gerðist á afmælisdaginn :-))

Dúdda mía,
Mín ekkert búin að BLOGGA í marga daga!!! Á miðvikudaginn (í gær sem sagt) þá gerðist fullt, Oliver sótti bróðir sinn í skólann (dægradvöl) þar sem ég var að fara í skólann og átti náttúrulega eftir að gera FULLT áður en ég fær út (eitthvað alveg nýtt). Ég hafði nú sem betur fer henst í búðina og keypt eina randalínu og kleinuhring fyrir Kriss svo hann fengi nú eitthvað smá skemmtilegt á afmælisdaginn sinn!!! Ég dreif mig svo út. Ákvað að tékka stöðuna á Bjarna áður en ég færi út, já sá skemmtilegi atburður átti sér stað að karlinn þurfti að koma í mjög stutt stopp til Reykjavíkur!!! Ég dreif mig í skólann og hringdi svo í Oliver í pásunni til að tékka á því hvort það væri einhver búinn að kíkja við hjá þeim "Nei Oliver sagði nú svo ekki vera"... Stuttu seinna mætti sá Gamli á svæðið og það var ekki lítið sem Litli maður var ÁNÆGÐUR... Sagði við pabba sinn "ég vissi að þú kæmir, þú hefur keyrt á Citron druslunni alla leiðina til Íslands".. Það var nú ekki alveg svo gott en þeir fengu að fara smá á rúntinn með pabba sínum og njóta hans þangað til þeir fóru að sofa (fóru báðir alltof seint að sofa þetta kvöld, sem var nú allt í lagi þar sem bæði Kriss átti afmæli og karlinn var í óvæntri nokkura klukkustunda heimsókn). Ekki leiddist honum Kriss mínu heldur það að pabbi las fyrir hann þangað til hann sofnaði :-))
En þeir voru ekkert smá sáttir við þessa stuttu heimsókn!!! Kriss sagði mér svo í morgun "næst þegar pabbi kemur í heimsókn þá verður hann sko lengur"... En ég held að Kriss elski pabba sinn sko lang mest af sonum hans!!! Hann talar um pabba sinn eins og GUÐ!! Finnst hann æðislegastur! Vá og ekki leiddist litla manni þegar hann, pabbi og Óli Diskur voru saman á rúntinum í Lúx (hann bíður spenntur eftir öðrum svoleiðis túr).. Hann fílar að gera allt svona karla "talar um að þeir karlarnir séu að fara að gera eitthvað saman" það fílar hann í tætlur.
Í dag fimmtudag var svo bara venjulegur skóladagur og allir sáttir með það...
Á morgun föstudag þá ætla þeir bakkabræður að sofa hjá Kristínu frænku og Co. svo er náttúrulega afmælisveislan á laugardaginn, nóg að gera hjá okkur þessa helgina eins og allar hinar.
Verður kannski bara eins og frí að komast í vinnuna :-)))
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kriss bíður spenntur eftir næstu óvæntu heimsókn!
Kv. Berglind, Afmælisstrákurinn og Stóri bróðir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home