miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Hann á afmæli í dag, hann er 6 ára í dag

Dúdda mía
Já nú er Litla barnið mitt bara orðið 6 ára, vá hvað tíminn líður ALLTOF hratt... Hann náttúruleg kominn í alvöru skóla og mjög ánægður í skólanum, finnst rosalega gaman sem skiptir náttúrulega ÖLLU máli.
En hann var vakinn af mömmu sinn í morgun sem söng fyrir hann afmælissönginn, svo vöktum við pabba hans þar sem honum langaði svo að hringja í karlinn og láta hann vita að hann ætti afmæli (eins og pabbi hefði ekki alveg vitað þetta). Eftir það var farið í það að vekja Oliver sem söng fyrir bróðir sinn. Eftir allan sönginn fékk okkar maður sér morgunmat mjög svo glaður og ánægður með það að eiga afmæli, fékk að velja sér hvað hann vildi að Mamma og Pabbi gæfu sér í afmælisgjöf og hann er að hugsa um að velja sér nýtt hjól (bara hið besta mál) förum þá í hjólaleiðangur á morgun og um helgina (kemst því miður ekki með hann í dag þar sem ég er að baka núna og svo er það skólinn í kvöld). Eftir morgunmatinn ákvað Oliver að hann ætlaði að gefa honum pakkann frá sér bara strax og Kriss var ekkert smá glaður með innihaldið (fékk Mustang 67 og 2 legókassa sem honum langaði geggjað mikið í). Áður en þeir fóru svo af stað í skólann hringdi Amma í okkar mann og söng fyrir hann.
Kriss fór því svaka sæll og glaður í skólann búinn að fá afmælissönginn MÖRGUM sinnum fyrir hádegi. Annars vildi hann ekki sjá að ég færi labbandi með þeim í skólann, nú ætluðu þeir Oliver bara að fara 2 saman í skólann og mér var bara vinkað bless, þar fékk ég það óþvegið. Já þeir eru bara orðnir fullorðnir menn og þurfa ekkert aðstoð mína lengur... Svona er þetta bara víst.
Best að halda áfram með baksturinn svo ég nái að klára hann að mestu leyti í dag áður en ég fer í skólann..
Kv. Afmælisstrákurinn, mamman og Stóri bróðirinn

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið Kristofer! Vonum að þú eigir góðan dag.
Afmæliskveðja,
Elísabet, Vigfús, Ágústa Eir, Heimir Þór og Edda Ósk.

miðvikudagur, ágúst 27, 2008 3:08:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home